Eiríkur Rögnvaldsson — Íslenskan og ferðaþjónustan
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Eiríkur Rögnvaldsson uppgjafaprófessor og einn helsti forvígismaður íslenskunar verður í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða (kaffistofan) föstudaginn 20.9. á vegum Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag. Þar mun hann tala um íslenskuna og ferðaþjónustuna.
Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk:
https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
ID: 947 782 4682
ID: https://videoconf-colibri.zoom.us/j/9477824682...
Við hvetjum alla til að mæta en þá einna helst þá sem vinna við ferðaþjónustuna í sem víðastri merkingu þess.
Hér er lýsing á erindi hans.
Í upphafi verður rætt stuttlega um þá goðsögn að íslenska sé sérstaklega erfitt tungumál - hvernig hún sé tilkomin og hvað til sé í henni. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi þess að kenna íslensku sem annað mál og hverjar afleiðingarnar gætu orðið verði því ekki sinnt. Meginefni erindisins er þó staða íslenskunnar í ferðaþjónustunni en ný könnun sýnir að mikill meirihluti fólks hefur áhyggjur af henni. Lagt verður út þessari könnun sem og þremur nýlegum skýrslum Háskólans á Hólum og Árnastofnunar sem staðfesta bága stöðu íslensku í ferðaþjónustunni. Fjallað verður um lagaskyldur ríkis og sveitarfélaga gagnvart íslenskunni og nýja þingsályktun um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Að lokum verða lagðar fram tillögur um tíu brýnar aðgerðir til að bæta stöðu íslensku í ferðaþjónustunni.