Stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum og Pub Quiz
Viðreisn á Vestfjörðum verður stofnað á Dokkunni brugghús að Sindragötu 14, Ísafirði, þann 15. október kl. 19:30.
Allir félagar í Viðreisn sem búsettir eru á Vestfjörðum verða sjálfkrafa stofnfélagar. Ef þú vilt vera með í stofnun nýs stjórnmálaafls á Vestfjörðum, þá getur þú skráð þig í Viðreisn hér:
https://vidreisn.is/vertu-med/
Dagskrá fundarins er:
Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara
Ávarp flokksforystu
Stofnun félags og samþykktir félags staðfestar
Kosning stjórnar og ákvörðun prókúruhafa
Kosning tveggja skoðunarmanna
Ákvörðun félagsgjalda
Önnur mál
Viðreisnarfélagar sem búsett eru á Vestfjörðum geta boðið sig fram til formanns, stjórnar, varamanns í stjórn eða sem skoðunarmaður reikninga með því að senda tölvupóst á netfangið vestfirdir@vidreisn.is fyrir kl 12:00 þann 15. október.
Að loknum formlegheitum verður efnt til spurningakeppni þar sem Sigmar Guðmundsson rifjar upp gamla takta sem spyrill.
Fólk áhugasamt um Viðreisn er einnig velkomið á stofnfundinn, þó einungis skráðir félagar geti kosið.