Opin bók

Skrá nýjan viðburð


Laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.

Fram koma:

Einar Kárason, Heimsmeistari

Eiríkur Örn Norðdahl, Náttúrulögmálin

Finnbogi Hermannsson, Óspakseyrargátan

Helen Cova, Ljóð fyrir klofið hjarta

Vilborg Davíðsdóttir, Land næturinnar

Þórdís Helgadóttir, Armeló

Nánari upplýsingar á www.edinborg.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?