Maríuljóð — Graduale Nobili

Skrá nýjan viðburð


Kórinn Graduale Nobili heimsækir Ísafjörð!

Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista og tónlistarfrömuði í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal farsælustu kóra Íslands. Kórinn skipa 26 meðlimir á aldrinum 18-26 ára. Kórstjóri Graduale Nobili er Ísfirðingurinn Sunna Karen Einarsdóttir.

Á efnisskránni er úrval kórverka sem öll með sínum hætti heiðra Maríu Guðsmóðir, eftir tónskáld á borð við Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur, Edvard Grieg og Michael McGlynn.

Tónleikarnir fara fram í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar og eru styrktir af Tónlistarfélagi Ísafjarðar.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin! 

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?