Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi vegna ofanflóðavarna við Flateyri
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 1. júní 2023 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri. Íbúum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með mánudagsins 24. júlí 2023.
Umhverfisstofnun: Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Ísafjarðardjúpi. Breytingin snýst aðallega um aukningu á umfangi ásamt tegundabreytingu. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun á ust@ust.is. Athugasemdafrestur er til og með 3. júlí 2023.
Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar samþykkt
Bæjarstjórn hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu vegna íbúabyggðar á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar, en tillaga þess efnis var lögð fram á bæjarstjórnafundi þann 1. júní.
Á næstunni verður opnaður nýr vefur sem mun gegna hlutverki nokkurs konar íbúa- og upplýsingahandbókar fyrir Ísafjarðarbæ.
Stóra spurningin er þó: Hvað á vefurinn að heita? Sendu inn þína tillögu!