Rafræn íbúahandbók — hugmynd að nafni
Á næstunni verður opnaður nýr vefur sem mun gegna hlutverki nokkurs konar íbúa- og upplýsingahandbókar fyrir Ísafjarðarbæ.
Vefurinn er unninn af sveitarfélaginu í samstarfi við HSV og mun safna saman á einum stað öllum upplýsingum um tómstundir, s.s. æfingar íþróttafélaga, listnám, námskeið, klúbbar og félög, auk upplýsinga um söfn og menningarhús, veislusali, fundarherbergi, útivist og fleira sem getur verið gott að vita um sem íbúi í sveitarfélaginu.
Fyrirmynd að vefnum eru vefirnir Skagalíf.is hjá Akraneskaupstað og Frístundir.is á Suðurnesjum.
Nú leitum við til íbúa til að fá hugmynd að nafni á þennan nýja vef. Best er ef nafnið er eitt orð og þokkalega lýsandi fyrir viðfangsefnið.
Tekið er á móti hugmyndum á netfangið postur@isafjordur.is og í skilaboðum í gegnum Facebook-síðu Ísafjarðarbæjar.