Sorpgjald lækkað og gjaldtaka á umframúrgangi tekin upp
Sorpgjald íbúa í Ísafjarðarbæ er lækkað í nýrri gjaldskrá sem tekur gildi 1. janúar 2020. Á sama tíma verður aftur tekin upp gjaldtaka á umframúrgangi í Funa og á gámavöllum, svo sem grófum úrgangi og pressanlegum úrgangi sem telst ekki til heimilissorps. Athygli er vakin á því að áfram er gjaldfrjáls móttaka fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, spilliefni, raftæki og úrelt ökutæki. Ekki þarf heldur að greiða móttökugjald fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang t.d. múrbrot, gler og uppmokstur.
19.12.2019
Sorpmál og endurvinnsla
Lesa fréttina Sorpgjald lækkað og gjaldtaka á umframúrgangi tekin upp