Jóla- og þrettándaskemmtun á Ísafirði
02.01.2020
Ýmsar tilkynningar
Ísafjarðarbær býður öllum til jóla- og þrettándaskemmtunnar sunnudaginn 5. janúar kl. 14:00 á sal Grunnskólans á Ísafirði. Aðgangur er ókeypis.
Fjölbreytt skemmtan fer fram:
Álfadrottningin og álfakóngurinn syngja og spila lög að hætti stundarinnar.
Sýnt verður brot úr jólaleikritinu Leppalúði.
Dansdeild Listaskóla Rögnvaldar sýnir brot úr dansleiknum Litla stúlkan með eldspýturnar
Flutt verða álfa- og þrettándaljóð og hver veit nema Grýla mæti á svæðið með Hurðaskelli uppáhaldsson sinn.
Steini mætir með stóra heita súkkulaði pottinn sinn og þar fer engin ofan í heldur fá allir heitt súkkulaði!