Ísafjörður: Neðsta hluta Fjarðarstrætis lokað á mánudag og þriðjudag
Lokaundirbúningur vegna malbikunar í Fjarðarstræti á Ísafirði hefst mánudaginn 4. september og svo verður malbikað þriðjudaginn 5. september.
Því verður neðsti hluti Fjarðarstrætis lokaður frá kl. 8:30 á mánudagsmorgun, frá gatnamótum við Norðurveg að Norðurtanga. Lokunin varir fram yfir malbikun á þriðjudeginum.
Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir Umhyggjudeginum sem haldinn er víðs vegar um land laugardaginn 26. ágúst. Í tilefni dagsins verður frítt í sund í sundlaugum Ísafjarðarbæjar.