Svanlaug Björg Másdóttir er nýr öldrunarfulltrúi
Svanlaug Björg Másdóttir hefur verið ráðin sem öldrunarfulltrúi á velferðarsviði hjá Ísafjarðarbæ og mun hún hefja störf að fullu þann 8. ágúst næstkomandi.
Svanlaug útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 2003. Hún lauk grunnskólakennaranámi frá Háskólanum á Akureyri 2012 og B.A. prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 2016.
Frá 2021 hefur hún starfað hjá Reykjavíkurborg sem virkniþjálfari í dagþjálfun, sérhæfðu úrræði fyrir fólk með heilabilun. Þar áður hefur hún meðal annars sinnt kennslu á grunnskólastigi, verið umsjónarkennari, stuðningsfulltrúi á skammtímavistun og sem aðstoðarmaður á frístundaheimili. Þá hefur hún einnig sinnt rannsóknarstörfum hjá Menntamálastofnun við PISA könnun 2021.
Við bjóðum Svanlaugu hjartanlega velkomna til starfa.