Rafræn íbúahandbók — lifid.isafjordur.is
Ísafjarðarbær hefur opnað nýjan vef, lifid.isafjordur.is, sem er hugsaður sem nokkurs konar rafræn íbúahandbók um allt sem við kemur lífinu eftir vinnu og skóla. Þar eru á einum stað upplýsingar um þær tómstundir, félagsstarf og menningu sem í boði er í sveitarfélaginu.
Efninu á vefnum er skipt upp í þrjá flokka
- Íþróttir og tómstundir
- Menning og listir
- Hreyfing og útivist
Undir þessum flokkum má finna yfirlit yfir allt frá íþróttaæfingum og -aðstöðu, yfir í upplýsingar um menningarstarf, félagastarf, söfn og sýningarsali og helstu útivistarstaði.
Upplýsingarnar eru enn sem komið er langt frá því að vera tæmandi, enda er stefnan að vefurinn verði uppfærður mjög reglulega og eru athugasemdir íbúa um það sem á honum á heima sérstaklega vel þegnar. Þær má senda á upplysingafulltrui@isafjordur.is.
Á forsíðu vefsins er viðburðadagatal sem íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með og senda inn viðburði sem eru á döfinni.
Vefurinn er unninn í góðu samstarfi við HSV og eru til að mynda uppfærðar æfingatöflur íþróttafélagar aðgengilegar.