Eyþór Guðmundsson ráðinn deildarstjóri á umhverfis- og eignasviði

Eyþór Guðmundsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

Eyþór útskrifaðist árið 2011 með B.Sc gráðu í Innovation & Business Engineering frá University of Southern Denmark. Hann lauk svo 90 ECTS af M.Sc í Innovation & Business Engineering frá sama háskóla árið 2013.

Eyþór er kunnugur störfum hjá Ísafjarðarbæ, en frá mars 2019 hefur hann starfað sem innkaupa- og tæknistjóri hjá sveitarfélaginu. Á árunum 2017-2019 starfaði hann hjá Mílu og þar áður hjá Sonderborg International School. Á tímabilinu 2001-2007 starfaði hann hjá Tm software (nú Origo) sem kerfisstjóri og tæknimaður.

Við bjóðum Eyþór hjartanlega velkominn til starfa á nýjum vettvangi innan Ísafjarðarbæjar.