Dagný Finnbjörnsdóttir ráðin í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
Dagný Finnbjörnsdóttir hefur verið ráðin í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hjá Ísafjarðarbæ.
Dagný útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði 2008, öðlaðist meistararéttindi í snyrtifræðum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2012 og lauk B.Ed. gráðu í kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2020. Þá stundaði hún nýlega nám við Háskólann á Bifröst og hlaut þaðan MCM gráðu í menningarstjórnun árið 2023.
Dagný hefur starfað sem framkvæmdastjóri HSV frá árinu 2021. Áður starfaði hún m.a. sem umsjónarkennari/leiðbeinandi í Grunnskóla Bolungarvíkur, sem umsjónarmaður yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra og sem körfuknattleiksþjálfari. Frá árinu 2015 hefur hún verið annar eigandi fataverslunarinnar Jón og Gunna ehf og þá rak hún einnig fyrirtæki á eigin vegum á árunum 2010 til 2016.
Við bjóðum Dagnýju hjartanlega velkomna til starfa!