529. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 529. fundar fimmtudaginn 7. mars kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044
Tillaga frá 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila auglýsingu tillögu á breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 undir orlofshúsabyggð f14, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda sem bárust á kynningartíma þar sem það á við.

2. Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipulag - 2022110039
Tillaga frá 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila auglýsingu tillögu á deiliskipulagi Selakirkjubóls 1, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Hafradalsteigur í Önundarfirði. Landamerki - 2024020052
Tillaga frá 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila breytingu á landamerkjum jarðanna Vífilsmýra og Hafradalsteigs, í Önundarfirði í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.

4. Vífilsmýrar 2 í Önundarfirði. Landamerki - 2024020051
Tillaga frá 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila breytingu á landamerkjum jarðanna Vífilsmýra og Vífilsmýra 2, í Önundarfirði í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.

5. Hlíðarvegur 50, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024010203
Tillaga frá 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Guðmundur M. Kristjánsson og Halldóra G. Magnúsdóttir fái lóðina við Hlíðarveg 50, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

6. Deiliskipulag í Tungudal. Frístundahúsasvæði F13, Tunguskógur - 2024020163
Tillaga frá 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila endurupptöku á gerð deiliskipulags sumarhúsasvæðis í Tunguskógi, Skutulsfirði sbr. uppdrátt dags. í maí 2011.

7. Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2023110183
Tillaga frá 1. fundi skóla-,íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki reglur um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.

Fundargerðir til kynningar

8. Bæjarráð - 1274 - 2402016F
Lögð fram til kynningar fundagerð 1274. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 26. febrúar 2024.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.

9. Bæjarráð - 1275 - 2402033F
Lögð fram til kynningar fundagerð 1275. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 4. mars 2024.
Fundargerðin er í tíu liðum.

10. Hafnarstjórn - 250 - 2402011F
Lögð fram til kynningar fundagerð 250. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. febrúar 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.

11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 - 2402007F
Lögð fram til kynningar fundagerð 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024.
Fundargerðin er í sextán liðum.

12. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 1 - 2402028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar skóla-,íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.

13. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 142 - 2402008F
Lögð fram til kynningar fundagerð 142. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 13. febrúar 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.

14. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 143 - 2402025F
Lögð fram til kynningar fundagerð 143. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 27. febrúar 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.