527. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 527. fundar fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Húsnæðisáætlun 2024 - 2024010204
Tillaga frá 1271. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 29. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2024.

2. Umsókn um lóð við Sundabakka - Þrymur - 2022090020
Tillaga frá 1271. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 29. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki viljayfirlýsingu við Þrym hf. um lóðaúthlutun til hafnsækinnar starfsemi.

3. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar sameining nefnda 2023 - 2023120013
Tillaga frá 1271. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 29. janúar 2024, um að bæjarstjórn taki til nýrrar síðari umræðu og samþykki breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, varðandi kosningar og tilnefningar í nefndir og stjórnir sem sveitarfélagið á aðild að.

4. Samþykkt um öldungaráð - 2022030030
Tillaga frá 1271. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 29. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á samþykkt um öldungaráð.

5. Gjaldskrár 2024 - Félagsheimilið á Flateyri - 2023040034
Lögð fram til samþykktar gjaldskrá 2024 vegna útleigu Félagsheimilisins á Flateyri.

6. Garðahús á Görðum í Aðalvík L189021. Ósk um stofnun lóðar - 2024010015
Tillaga frá 624. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. janúar 2024, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar úr landi Garða undir Garðahús F-225 0458, að Sæbóli í Aðalvík.

7. Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014
Tillaga frá 624. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings vegna Suðurtanga 6 á Ísafirði.
Nefndin leggur áherslu á aðgengi að sjó, um upptökuramp, fyrir kajaka og minni báta, verði tryggt eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi.

8. Fjarðargata 4, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023120088
Tillaga frá 624. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 4 á Þingeyri.

9. Hrunastígur 1, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024010148
Tillaga frá 624. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings vegna Hrunastígs 1 á Þingeyri.

Fundargerðir til kynningar

10. Bæjarráð - 1270 - 2401011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1270. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. janúar 2024. Fundargerðin er í sex liðum.

11. Bæjarráð - 1271 - 2401016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1271. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. janúar 2024. Fundargerðin er í 15 liðum.

12. Hafnarstjórn - 249 - 2401013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 249. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 26. janúar 2024. Fundargerðin er í einum lið.

13. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 624 - 2401008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 624. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. janúar 2024. Fundargerðin er í níu liðum.