Bókasafnið Ísafirði – Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókasafnið Ísafirði óskar að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing til starfa. Um er að ræða 55% starf þar sem vinnutími er eftir hádegi alla daga og annan hvorn laugardag 13-16. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Leitað er að öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Starfið heyrir undir forstöðumann bókasafnsins.

Helstu verkefni:

  • Skráning og flokkun í Gegni
  • Afgreiðsla og upplýsingaþjónusta
  • Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum
  • Umsjón með barnastarfi
  • Umsjón með viðburðum

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þjónustulund, hugmyndauðgi, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Víðtæk tölvukunnátta og geta til að tileinka sér nýja tækni
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni
  • Færni til að vinna undir álagi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag BHM. 

Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2024. Umsóknir skulu sendar til Eddu Bjargar Kristmundsdóttur forstöðumanns á netfangið edda@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, ásamt afriti af prófskírteinum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Edda í síma 450-8220 eða í gegnum ofangreint netfang. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við þjónum með gleði til gagns

Er hægt að bæta efnið á síðunni?