Samningar við Act Alone og Kómedíuleikhúsið framlengdir

Elfar Logi og Arna Lára við undirritun samnings um styrk við Act Alone.
Elfar Logi og Arna Lára við undirritun samnings um styrk við Act Alone.

Bæjarstjórn hefur samþykkt endurnýjun á þriggja ára styrksamningi við einleikjahátíðina Act Alone. Hátíðin, sem haldin er á Suðureyri í ágúst ár hvert, fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. 

Þá samþykkti bæjarstjórn einnig framlengingu samkomulags um afnot leiklistarmiðstöðvar Kómedíuleikhússins af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri, og að samkomulagið verði hluti af samstarfssamningi við Kómedíuleikhúsið, sem gildir út árið 2025.

Samningarnir voru undirritaðir af Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Elfari Loga Hannessyni, forsvarsmanni Act Alone og Kómedíuleikhússins, á Þingeyri miðvikudaginn 24. janúar.

 

Arna Lára og Elfar Logi við undirritun framlengingar á samkomulagi Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið.