Áskorun almannavarnarnefndar vegna skorts á farsíma- og tetrasambandi
13.12.2023
Fréttir
Á fundi sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps sem fram fór þann 12. desember 2023, var fjallað um skort á farsíma- og tetrasambandi á vegum Vestfjarða og þá hættu sem það skapar í almannavarnarástandi og við slys og óhöpp. Nefndin lét bóka áskorun til stjórnvalda um að skilgreina farsímakerfi og Tetrakerfi sem mikilvægt öryggiskerfi fyrir almannavarnir á landinu.
Bókun nefndarinnar:
Sameinuð almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps skorar á stjórnvöld að skilgreina farsímakerfi og Tetrakerfi sem mikilvægt öryggiskerfi fyrir almannavarnir á landinu. Á þjóðvegum og helstu stofnbrautum Vestfjarða er kerfið alls ekki nógu þétt sem skapar hættu við slys og óhöpp og kemur í veg fyrir að almannavarnir á svæðinu geti starfað með fullnægjandi hætti.