Breytingar á gjaldskrám skóla: Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust

Bæjarstjórn hefur samþykkt breytingar á gjaldskrám leikskóla, grunnskóla og dægradvalar með gildistíma 1. ágúst 2024 til 31. júlí 2025. Meðal annars verða skólamáltíðir í grunnskólum gjaldfrjálsar en einnig lækkar dvalargjald leikskóla og daggjald og hressing í dægradvöl.

Alþingi samþykkti um helgina frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.

Helstu breytingar á gjaldskrám, sem samþykktar voru af bæjarstjórn á fimmtudaginn síðastliðinn, eru raktar hér fyrir neðan.

Leikskólar

Dvalargjald frá kl. 8:00-14:00 lækkar um 6% og aðrir liðir í gjaldskrá leikskóla lækka um 3%. Gjald fyrir umframtímana fyrir kl. 8:00 og eftir kl. 16:00 verður áfram dýrasti tíminn.

Þjónusta 2023 2024 (til 31. júlí) 2024-2025 Breyting frá áramótum
Leikskólagjald - tímagjald fyrir 4-6 tíma vistun - nýtt  3.723 kr. 3.950 kr. 3.723 kr. -6%
Leikskólagjald - tímagjald fyrir 6+ tíma vistun - nýtt  3.723 kr. 3.950 kr. 3.835 kr. -3%
Leikskólagjald - tímagjald utan kl. 8-16 tímabils  7.446 kr. 7.900 kr. 7.669 kr. -3%
Álag vegna ítrekaðrar seinkunar 1.910 kr. 2.020 kr. 1.970 kr. -2,5%
Hádegisverður, mánaðargjald 6.490 kr. 6.880 kr. 6.680 kr. -3%
Morgunhressing, mánaðargjald  4.200 kr. 4.450 kr. 4.330 kr. -3%
Síðdegishressing, mánaðargjald  4.200 kr. 4.450 kr. 4.330 kr. -3%
Skráningardagur - nýtt     2.700 kr. Nýtt

Sem fyrr geta foreldrar sem falla undir tekjuviðmið sótt um að fá 40% afslátt af almennu dvalargjaldi. Systkinaafsláttur er 40% með öðru barni og gjaldfrjálst er fyrr þriðja barn.

Sjá nánar í frétt um breytingar á skipulagi og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

Grunnskólar

Matarþjónusta nemenda í grunnskóla verði endurgjaldslaus veturinn 2024/2025. Ísafjarðarbær tryggir gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í gunnskóla sveitarfélagsins í samstarfi við ríkið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess.

  • Hádegisverður verður gjaldfrjáls.
  • Hafragrautur fyrir öll stig nemenda verður gjaldfrjáls.
  • Ekki verður boðið upp á ávexti eða mjólk.

Dægradvöl

  • Daggjald Dægradvalar taki ekki hækkunum veturinn 2024/2025 og verður áfram 900 kr.
  • Hressing í Dægradvöl verði gjaldfrjáls, í stað 150 kr. daggjalds. 

Tengdar fréttir
Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar settur á fót
Breytingar á skipulagi og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar