Kynning vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi — fjölgun atvinnulóða á Suðurtanga á Ísafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar, vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að tryggja atvinnulífi á Ísafirði nægt rými til vaxtar og þróunar og draga úr hagsmunaárekstrum á milli mismunandi atvinnugreina. Fjölga á atvinnulóðum á Suðurtanga og styrkja höfnina og starfsemi í tengslum við hana.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að endurskoðun tveggja deiliskipulaga á tanganum.

Aðalskipulagsbreytingin er unnin skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, uppdráttur og greinargerð, dags. 8. mars 2024, unnið af Verkís ehf.

Umsagnir og athugasemdir í skipulagsferlinu eru aðgengilegar í gegnum Skipulagsgáttina: skipulagsgatt.is, mál nr.972/2023. Hægt að skila ábendingum við tillögugerðina, rafrænt um skipulagsgáttina eða til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til 18. apríl 2024, þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar. Vinnslutillagan verður einnig aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati, á bæjarskrifstofum.

Skipulagsuppdráttur

Greinargerð vinnslutillögu

Opið hús verður haldið á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins að Hafnarstræti 1 á Ísafirði, föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 10:00 til 12:00.

Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi en ekki formlega auglýsingu.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar