Hundahreinsun 5. og 6. desember

Uppfærð frétt:

Hundahreinsun í áhaldahúsi sem fyrirhuguð var miðvikudaginn 6. desember fellur niður. 

Hundaeigendum er boðið að fara með hunda í hreinsun á Dýralæknastofu Helgu  á Ísafirði og þá sendir dýralæknirinn reikning fyrir verkinu á Ísafjarðarbæ. Stofan er við Mánagötu 2 á Ísafirði, gengið inn frá Hafnarstræti. Tímapantanir eru í síma 896 5205.

Hundaeigendur sem hafa þegar látið hreinsa hunda sína geta sent staðfestingarskjal á hundahald@isafjordur.is.

Hundahreinsun er innifalin í leyfisgjaldi til Ísafjarðarbæjar og er skorað á þau sem eiga eftir að ganga frá skráningu að gera það hið fyrsta.

Hunda má skrá í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ