Auglýsing um tillögu að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis Þingeyrar skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Deiliskipulagsbreyting þessi nær til lóðanna Vallargötu 1 og 3, og Hafnarstrætis 5 og 8.

Breytingin felur í sér að halda Gramsverslun á sínum stað, þó með stækkuðum byggingarreit svo möguleiki sé á að færa húsið lítillega til vesturs, frá Salthúsinu við Hafnarstræti 5, samhliða því að húsið verður gert upp. Núverandi lóðamörk Gramsverslunar eru auk þess stækkuð til vesturs og lóðamörk Vallargötu 3 minnkuð á móti.

Á milli lóðanna kemur nýr göngustígur á bæjarlandi sem tengir skrúðgarðinn við Vallarstræti. Vestast á stækkaðri lóð Gramsverslunar er gerður nýr byggingarreitur fyrir timburhús í gömlum stíl sem kallast á við Salthúsið. Húsin tvö á lóð Grams eru þannig tengd við skrúðgarðinn með möguleika á þjónustu við gesti garðsins, auk þess að búa til skjólmyndun í garðinum og afmarka garðinn betur svo hann liggi ekki beint út á götu.

Bílastæði við Vallargötu haldast óbreytt frá því sem nú er, en fækkar miðað við samþykkt deiliskipulag. Lóð Hafnarstrætis 5 minnkar miðað við samþykkt deiliskipulag en helst í stað miðað við núverandi lóðamörk. Ný lóð við Hafnarstræti 8 sem var hugsuð fyrir Gramsverslun er felld niður í skipulaginu. Að öðru leyti gilda skilmálar og kvaðir deiliskipulagsins.

Skipulagstillagan er aðgengileg á uppdrætti, með greinargerð með forsendum breytinga, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, einnig á bæjarskrifstofu, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgátt mál nr. 42/2024 eða á skipulagsfulltrúa á skipulag@isafjordur.is

Frestur til að skila inn ábendingum við tillögugerðina er til og með 15. mars 2024.

Uppdráttur og greinargerð

_______________________________

Helga Þuríður Magnúsdóttir

Verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði