526. fundur bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 526. fundar fimmtudaginn 18. janúar kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Málefni leikskóla 2023 - 2023090036
Forseti leggur fram tillögu um kjör eftirfarandi fulltrúa f.h. foreldra í stafshóp um málefni leikskóla.
Tinna Óðinsdóttir og Kristrún Halla Gylfadóttir.
2. Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði - 2022010144
Forseti leggur fram til síðari umræðu og samþykktar tillögu um breytingar á samþykkt Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu nr. 1355/2023, sbr. 10. gr., en fyrri umræða tillögunnar, sem kom frá 622. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, fór fram á 525. fundi bæjarstjórnar þann 21. desember 2023.
3. Dynjandisheiði, Þverá - Búðavík. Umsókn um framkvæmdaleyfi 3ja áfanga - 2024010014
Tillaga frá 623. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði frá Þverá við Rjúpnabeygju að Búðavík í Arnarfirði samkvæmt framlagðri umsókn og fylgigögnum, með því skilyrði að kjarr verði ekki endurheimt svo nálægt vegöxl, eins og kemur fram í umsókninni, þar sem það gæti haft áhrif á snjósöfnun á veginum.
4. Mjósund - hreinsun jarðvegs - 2023110072
Tillaga frá 623. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. janúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki skil á lóð við Mjósund í samræmi við tillögu Olíudreifingar.
Fundargerðir til kynningar
5. Bæjarráð - 1268 - 2401003F
Fundargerð 1268. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 8. janúar 2024.
Fundargerðin er í níu liðum.
6. Bæjarráð - 1269 - 2401006F
Fundargerð 1269. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 15. janúar 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.
7. Hafnarstjórn - 248 - 2401007F
Fundargerð 248. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 16. janúar 2024.
Fundargerðin er í þremur liðum.
8. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 623 - 2312017F
Fundargerð 623. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. janúar 2024.
Fundargerðin er í 11 liðum.
9. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 141 - 2401002F
Fundargerð 141. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 12. janúar 2024.
Fundargerðin er í 11 liðum.