525. fundur bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 525. fundar fimmtudaginn 21. desember kl. 17. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Álagningarhlutfall útsvars 2024 - 2023090094
Tillaga frá 1267. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn hækki álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% og þannig að álagningarhlutfallið verði 14,97%, í samræmi við samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga, undirritað þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, en tekjuskattur lækkað samhliða á móti.
2. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar sameining nefnda 2023 - 2023120013
Forseti leggur fram til síðari umræðu og samþykktar breytingu á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 525/2021, ásamt síðari breytingum, vegna sameiningar fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar í eina nefnd, fræðslu-, íþrótta- og tómstundanefnd, auk annarra minniháttar breytinga á 48. gr. samþykktarinnar.
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123
Forseti leggur fram til síðari umræðu og samþykktar uppfærða samþykkt um meðhöndlun úrgangs, vegna breytinga á forsendum skrefagjalds, en um er að ræða breytingu á 4. mgr. 8. gr. samþykktarinnar.
4. Nefndarmenn 2022-2026 - velferðarnefnd - 2022050135
Tillaga Jóhanns Birkis Helgasonar, oddvita D-lista Sjálfstæðisflokks, um að Dagný Finnbjörnsdóttir verði kosin aðalfulltrúi D-lista í velferðarnefnd, í stað Eyþórs Bjarnasonar, og að Eyþór Bjarnason verði kosinn varafulltrúi í stað Dagnýjar í nefndinni.
5. Sameining fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar - 2023110108
Forseti leggur fram tillögu um að kjör eftirfarandi fulltrúa í nýja nefnd skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem tekur til starfa á nýju ári:
Finney Rakel Árnadóttir, Í-listi, formaður,
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, Í-listi, varaformaður,
Þórir Guðmundsson, Í-listi, aðalfulltrúi,
Eyþór Bjarnason, D-listi, aðalfulltrúi,
Elísabet Samúelsdóttir, B-listi, aðalfulltrúi,
Magnús Einar Magnússon, Í-listi, varafulltrúi,
Jónína Eyja Þórðardóttir, Í-listi, varafulltrúi,
Wojciech Wielgosz, Í-listi, varafulltrúi,
Steinunn Guðný Einarsdóttir, D-listi, varafulltrúi,
Halldór Karl Valsson, B-listi, varafulltrúi.
6. Málefni leikskóla 2023 - starfshópur - 2023090036
Forseti leggur fram tillögu um samþykkt uppfærðs erindisbréfs starfshóps um málefni leikskóla, en ekki er talin þörf á skipun varamanna í starfshópinn.
Þá leggur forseti fram tillögu um kjör eftirfarandi fulltrúa í stafshóp um málefni leikskóla, sem tekur til starfa á nýju ári:
Finney Rakel Árnadóttir, fulltrúi úr fræðslunefnd,
Nanný Arna Guðmundsdóttir, fulltrúi úr fræðslunefnd,
Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjórnandi,
Hildur Sólmundsdóttir, leikskólakennari,
Sigríður Brynja Friðriksdóttir, fulltrúi ófaglærðra starfsmanna.
7. Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði og samþykkt Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu. - 2022010144
Tillaga frá 622. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á samþykkt Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu, sbr. 10. gr., auk þess að samþykkja breytingar á reglum um úthlutun lóða, sbr. regla 3.4.
8. Undanþágur verkfallsheimilda 2024 - 2023100156
Tillaga frá 1267. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki minnisblað mannauðsstjóra um lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
9. Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - viðauki 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 - 2020040001
Tillaga frá 1266. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 11. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 22.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 38.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 278.000.000,-
10. Fab lab smiðja í MÍ - beiðni um samstarf - viðauki 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 - 2023060085
Tillaga frá forseta um að bæjarstjórn samþykki viðauka 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 3.900.000.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 3.900.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 34.100.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð kr. 3.900.000,- og lækkar rekstrarafgangur því í kr. 274.100.000,-
11. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Tillaga frá bæjarstjóra um að samkomulag verði gert við Arkís arkitekta um að slíta samstarfi vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. desember 2023.
12. Leigusamningur um geymsluhúsnæði Sindragötu 11, 2. hæð fyrir Safnahús í framkvæmdum - 2023030082
Tillaga bæjarráðs frá 1266. fundi, sem haldinn var 11. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki húsaleigusamning um Sindragötu 11 á Ísafirði, fyrir héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn, til 10 ára, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 8. desember 2023, vegna málsins.
13. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2023/2024 - 2023120011
Tillaga frá 1267. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki framlagðar sérreglur byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ 2023/2024.
14. Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Tillaga frá 1266. fundi bæjarráðs, þann 11. desember 2023, um að bæjarstjórn staðfesti starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið og og samþykktar hjá Skipulagsstofnun.
15. Suðurtangi 10 (áður 8), Ísafirði. Lóðarréttindi - 2021120015
Tillaga frá 621. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 4. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka við lóðarleigusamning frá 2012 vegna Suðurtanga 10 (áður 8) vegna breytinga á lóðarmörkum vegna gatnagerðar við Suðurtanga.
16. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Æðartangi 6 - Flokkur 1, - 2023010230
Tillaga frá 1267. fundi bæjarráðs, þann 18. desember 2023, leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framsal á byggingarétti Vestfirskra verktaka ehf. til Skeiðs ehf. fyrir Æðartanga 6 á Ísafirði.
17. Skeið 8, 400. Umsókn um lóð - 2023020033
Tillaga frá 1267. fundi bæjarráðs, sem haldinn 18. dember 2023, um að bæjarstjórn samþykki framsal á byggingarétti Vestfirskra verktaka ehf. til Skeiðs ehf. fyrir Skeið 8 á Ísafirði, með þeim skilyrðum að áfallinn kostnaður verði greiddur fyrir gildistöku framsalsins.
18. Brimbrjótur, Suðureyri, iðnaðar- og athafnasvæði B20 - 2019120040
Tillaga frá 622. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á lið a) í viðauka samnings „framkvæmdir við 1. áfanga, sbr. teikningu í viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. september 2024 og vera lokið eigi síðar en 30. september 2026.“
19. Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072
Tillaga frá 622. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að heimili málsmeðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. Fífutunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2023120073
Tillaga frá 622. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að Jóni Steinari Guðmundssyni verði úthlutað lóðinni við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
21. Reykjanes, Súðavík. Ósk um stofnun lóða við Reykjanes 11 og 13 - 2023120039
Tillaga frá 622. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 18. desember 2023, um að bæjarstjórn heimili stofnun líðar úr landi Ísafjarðarbæjar L141585 í Súðavíkurhreppi, við Reykjanes, undir tvær nýjar lóðir.
22. Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136
Tillaga forseta um að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar, þann 4. janúar 2024, falli niður, með vísan til 8. gr. bæjarmálasamþykktar, enda má gera ráð fyrir að engin mál verði til afgreiðslu, þar sem nefndastörf liggja niðri milli hátíðanna.
Fundargerðir til kynningar
23. Bæjarráð - 1266 - 2312010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1266. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. desember 2023.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
24. Bæjarráð - 1267 - 2312013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1267. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. desember 2023.
Fundargerðin er í 16liðum.
25. Fræðslunefnd - 461 - 2311020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 14. desember 2023.
Fundargerðin er í fimm liðum.
26. Íþrótta- og tómstundanefnd - 248 - 2312003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 248. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. desember 2023.
Fundargerðin er í einum lið.
27. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 39 - 2312009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 39. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 12. desember 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.
28. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 622 - 2312008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 622. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 18. desember 2023.
Fundargerðin er í 17 liðum.
29. Velferðarnefnd - 475 - 2312002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 275. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 7. desember 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.