524. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 524. fundar fimmtudaginn 7. desember 2023.

Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024-2026 - framkvæmdaáætlun 2024-2034 - 2023040037
Forseti leggur fram til síðari umræðu tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.
Jafnframt lögð fram til síðari umræðu framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2034.

2. Sameining fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar - 2023110108
Tillaga frá 1265. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 4. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki sameiningu fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar, undir heitinu skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd og að nefndin verði skipuð fimm aðalfulltrúum og fimm til vara, í samræmi við nýtt skipunarbréf. Ný nefnd taki til starfa 1. janúar 2024, eða í síðasta lagi við birtingu uppfærðrar samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafa í huga sjónarmið íþrótta- og tómstundanefndar um að málaflokkurinn fái vægi við skipan nýrra nefndarmanna.

3. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar sameining nefnda 2023 - 2023120013
Forseti leggur fram til fyrri umræðu breytingu á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 525/2021, ásamt síðari breytingum, vegna sameiningar fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar í eina nefnd, fræðslu-, íþrótta- og tómstundanefnd.

4. Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Tillaga frá 1264. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 27. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða gjaldskrá 2024 um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja að ekki verði innheimt skv. 10 metra reglu fyrr en 1. september 2024, þannig að íbúum gefist kostur á að nýta vor og sumar 2024 til að bæta aðstöðu fyrir sorpílát.

5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123
Tillaga frá 1264. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 27. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða samþykkt um meðhöndlun úrgangs, vegna breytinga á forsendum skrefagjalds, og vísi henni til síðari umræðu.

6. Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020
Tillaga frá 1264. fundi bæjarráðs, sem fram fór 27. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka við verksamning um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ við Kubb ehf. fyrir tímabilið 1. janúar 2024 til 31. desember 2025.

7. Samþykkt um fráveitu - breytingar 2023 - 2023100136
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ.

8. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045
Tillaga frá 474. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 21. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á 3. og 5. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.

9. Málefni leikskóla 2023 - 2023090036
Tillaga 456. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að skipaður verði starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

10. Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - 2023 - 2023060026
Tillaga frá 247. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 29. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki nýjan samstarfssamning HSV og Ísafjarðarbæjar.

11. Fjárhagslegt uppgjör Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - 2023110172
Tillaga frá 1264. fundi bæjarráðs, sem fram fór 27. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að uppgjör Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks verði miðað við áramót 2023/2024 í stað 15. nóvember 2023.

12. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2023110113
Tillaga frá 1263. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 20. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á fulltrúum í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, þannig að Jóhann Birkir Helgason verði aðalamaður í stað Aðalsteins Egils Traustasonar, og Dagný Finnbjörnsdóttir verði varamaður í stað Jóhanns Birkis Helgasonar.

13. Hauganes 3 - Boð um forkaupsrétt - 2023090106
Tillaga frá 1264. fundi bæjarráðs, sem fram fór 27. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að gangast við forkaupsrétti að hesthúsi við Hauganes í Skutulsfirði, fnr. 212-0919, og samþykki þannig kaup hesthússins.

14. Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga á Ísafirði þar sem íbúðarsvæði Í1 fellur út og því verði breytt í athafna- og iðnaðarsvæði.

15. Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129
Tillaga frá 621. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 4. desember 2023, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð samkvæmt 7. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Suðurtanga á Ísafirði. Það felur í sér auglýsingu á skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16. Hlíðarvegur 50, 400. Umsókn um stofnun byggingarlóðar - 2023110126
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki stofnun lóðar við Hlíðarveg 50 á Ísafirði undir einbýlishús.

17. Hlaða og fjárhús ofan Þingeyrar. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023100003
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fjárhús og hlöðu ofan Þingeyrar miðað við mæliblað tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.

18. Ránargata 10 - Umsókn um lóðarleigusamning - 2018060015
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings á grundvelli mæliblaðs tæknideildar dags. 20. nóvember 2023 vegna fasteignarinnar við Ránargötu 10 á Flateyri.

19. Ránargata 12, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023100137
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings á grundvelli mæliblaðs tæknideildar dags. 13. nóvember 2023 vegna fasteignarinnar við Ránargötu 12 á Flateyri.

20. Sætún 7, 400. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023110086
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Sætúns 7 á Ísafirði.

21. Túngata 19, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023110116
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Túngötu 19 á Ísafirði.

22. Brimnesvegur 22, 425. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023110114
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Brimnesvegar 22 á Flateyri.

23. Brimnesvegur 22a, 425. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023110115
Tillaga frá 620. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Brimnesvegar 22a á Flateyri.

24. Oddavegur 3 og Hafnarbakki 5, Flateyri. Lóðarmarkabreytingar - 2023110210
Tillaga frá 621. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 4. desember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi við Oddaveg 3 og Hafnarbakka 5 á Flateyri.

Fundargerðir til kynningar

25. Bæjarráð - 1263 - 2311016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1263. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 20. nóvember 2023.
Fundargerðin er í tólf liðum.

26. Bæjarráð - 1264 - 2311019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1264. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. nóvember 2023.
Fundargerðin er í 13 liðum.

27. Bæjarráð - 1265 - 2312001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1265. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 4. desember 2023.
Fundargerðin er í tólf liðum.

28. Fræðslunefnd - 460 - 2311014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 460. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023.
Fundargerðin er í fimm liðum.

29. Hafnarstjórn - 246 - 2311022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 246. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 29. nóvember 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

30. Íþrótta- og tómstundanefnd - 247 - 2311021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 247. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 29. nóvember 2023.
Fundargerðin er í þremur liðum.

31. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 620 - 2311010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 620. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023.
Fundargerðin er í 14 liðum.

32. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 621 - 2311023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 621. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. nóvember 2023.
Fundargerðin er í 14 liðum.

33. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 140 - 2311015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 140. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 22. nóvember 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.

34. Velferðarnefnd - 474 - 2311008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 474. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 21. nóvember 2023.
Fundargerðin er í þremur liðum.