Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Einnig sat Viðar Kristnsson starfsmaður skíðasvæðisins fundinn undir liðum 1.-3.
1.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Starfsmenn Verkís gerðu grein fyrir stöðu verkefna sem þeim voru falin. Þeir fóru yfir Vefsjá (storymap) sem búið er að gera fyrir svæðið og merkja inn stíga og leiðir fyrir gönguskíðaleiðir, hlaupaleiðir, gönguleiðir og fleira. Rætt um hvort skoða þurfi ekki frekar bílastæði og fleira í tengslum við tjaldsvæðið og lundinn sem skógræktarsvæðið er með til afnota.
Lagt fram til kynningar.
2.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir erindisbréf hópsins sem hefur hlotið blessun í bæjarráði og mun fara fyrir bæjarstjórn á morgun 21.3 2018. Hópurinn hefur starfað eftir samþykkt frá 25.10 2018 en í erindisbréfinu verður sú breyting á að sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs verður sá starfsmaður sem mun halda utan um verkið og inn í hópinn kemur einnig formaður íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Forstöðumaður skíðasvæðis fór yfir tilboð SE-Group. Forstöðumaður fór yfir fund með SE Group, þar var farið yfir gamalt tilboð og í framhaldi fengum við nýtt tilboð. SE Group fékk ákveðnar grunnhugmyndir í upphafi til að vinna úr meðal annars að fjölga þurfi opnunardögum og að svæðin yrðu tengd saman. Bæjarstjóri hefur rýnt samningsdrögin og lagt blessun sína yfir þau.
Forstöðumanni falið að funda með SE Group og fá nánari upplýsingar um greiðsluskilmála.
4.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Rætt um næstu skref í vinnunni og samning við Verkís.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs falið að boða Verkís á fund til að fara yfir kostnaðarhluta verkefnisins.
Fundi slitið - kl. 12:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?