Aðalfundur 23. maí 2019

Aðalfundur Hverfisráðs (Íbúasamtakana) í Hnífsdal haldin í barnaskólanum í Hnífsdal 23. maí 2019

Skýrsla stjórnar

  • Hverfisráð hefur verið lítið virkt síðasta árið, en áramótabrenna er á vegum hverfisráðs og sá stjórnin um hana, einnig hefur stjórn eftirlit með barnaskólanum.
  • Lítil virkni hefur verið síðasta árið og þarf að breyta til og reyna að efla stjórnina frekar og fá fleira fólk til að taka þátt.

Reikningar félags

  • Engin breyting. Standa eins.

Kosning stjórnar

  • Ný stjórn:
    • Formaður: Jóhann Birkir Helgason
    • Davíð Kjartansson
    • Ívar Valsson
    • Steiney Ninna
    • Sigríður Elsa Álfhildardóttir
  • Fráfarandi stjórn:
    • Dagný Finnbjörnsdóttir
    • Sigrún Hinriksdóttir
    • Jósef Vernharðsson
    • Fannar Þór

Framkvæmdafé
Samþykkt að framkvæmdarfé verði notað til lagningar á nýjum göngustíg, hringtenginu um dalinn yfir Mjósund. Stígurinn er á aðalskipulagi.
Í fyrra fengum við leyfi til að geyma framkvæmdafé til næsta árs sem var samþykkt, upphæðin okkar er því hærri í ár.

Bakkaskjól
Kristján Pálsson talar um bakkaskjól, nefnd sem hann setti á laggirnar og ræddi við bæjarstjóra um að gera upp Bakkaskjól, fá leigusamning til 10 ára, taka lóðina í gegn og tæma húsið. Samkomulag um að ræða þetta hjá bæjarstjórn. Engir peningar til segir bærinn.
Mikil skoðanaskipti voru um leikskólann en ekki mikil samstaða um hvað íbúar sjá fyrir sér með framtíð hússins.

Önnur mál

  • Snjóflóðavarnagarður, hvað þarf að bíða lengi? Skora á ofanfljóðasjóð
  • Ærslabelgur, staðsetning, Bakkaskjól
  • Bjössi og hans umhverfi, allt í góðum farveg
  • Gámarnir niður á stekkjum, verður að láta fjarlægja (ályktun)
    • Ný stjórn hvetji ísafjarðarbæ til að láta fjarlægja gáma við stekkjagötu.
  • Fleiri hraðahindranir, t.d. við beygjuna við Dalbraut og Garðaveg.
  • Nýtt gúmmí á fótboltavöll
  • Laga brúnna sem er yfir ánna frá árvöllum.
  • Nýrri stjórn falið að kanna meðgjafir til sóknarinnar og vinnuframlag.

Tillögur frá stjórn.

  1. Stjórn Hverfisráðsins skorar á bæjarstjórn að skipta út núverandi gúmmíkurli sem er á fótboltavellinum í Hnífsdal fyrir betra efn, i á þessu ári enda er Hnífsdalur eina byggðarkjarninn þar sem eingöngu boðið er upp á sparkvöll með gamla heilsuspillandi gúmmíkurlinu.
  2. Aðalfundur hverfisráðs Hnífsdal samþykkir að fela nýkjörinni stjórn að halda áfram að vinna að málefnum Bakkaskjóls og hefja vinnu og viðræðum við bæjarstjórn á þeim grunni sem skipuð nefnd frá síðasta aðalfundi, hóf á þessu ári.
  3. Fundurinn lýsir furðu yfir því að framkvæmdafé hverfisráðanna eigi einnig að nýta til að viðhalds húsnæða í eigu sveitarfélagsins.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?