Skipulagslýsing: Réttarholtskirkjugarður í Engidal

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á 532. fundi sínum þann 18. apríl, að heimila málsmeðferð á skipulagslýsingu vegna stækkunar Réttarholtskirkjugarðs í Engidal í Skutulsfirði, í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ísafjarðarbær og sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju hafa ákveðið að hefja undirbúning að stækkun Réttarholtskirkjugarðs í Engidal. Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir Réttarholtskirkjugarði en ekki var talin þörf á stækkun hans á skipulagstímabilinu. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir kirkjugarðinn. Gert er ráð fyrir að breyting aðalskipulagsins og nýtt deiliskipulag fyrir kirkjugarðinn verði unnin og kynnt samhliða.

Tilgangur skipulagsins er að skapa svigrúm fyrir stækkun og uppbyggingu Réttarholtskirkjugarðs í Engidal í Skutulsfirði. Markmið Ísafjarðarbæjar með skipulagsgerðinni er að tryggja nægt framboð legstaða í Skutulsfirði fyrir öll trúfélög. Einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vandað verði til umhverfisfrágangs.

Aðalskipulagsbreytingin er unnin í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagið er unnið í samræmi við 37. gr. laganna. Bæði skipulögin eru unnin í samræmi við 2. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Ráðgjafi við skipulagsgerðina er Verkís.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 574/2024 og hér fyrir neðan, frá 14. maí 2024 til og með 12. júní 2024.

Skipulagslýsing

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, b.t. skipulagsfulltrúa eða á skipulag@isafjordur.is .

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar