Ný ljós og ljósabúnaður í íþróttahúsinu á Torfnesi
18.08.2023
Útboð og framkvæmdir
Undanfarið hefur verktakafyrirtækið Asista unnið að því að skipta út ljósum í íþróttahúsinu á Torfnesi. Nýju ljósin eru LED-ljós sem stýrt er með þráðlausum, stafrænum stjórnbúnaði. Það þýðir að auðvelt er að stilla lýsingu í húsinu eftir tilefni. Þá er lýsingin flöktfrí í sjónvarpsútsendingum.
Að sögn Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, gengur verkið vel en áætluð verklok eru föstudaginn 25. ágúst.