Vinna við annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga að hefjast

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Vinna við annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga á Ísafirði er að hefjast. Verkið er unnið fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar og snýr að gerð 180 metra fyrirstöðugarðs úr samtals um 10.300 rúmmetrum af grjóti. Verktaki er Grjótverk ehf.

Líkt og við gerð fyrsta áfanga garðsins er kveðið á um það í útboði að verktaki skuli gæta þess að ekki sé meira rask utan vinnusvæða en þörf krefur. Þó má gera ráð fyrir verkinu fylgi aukin umferð, hávaði og tímabundnar hindranir á aðgengi að svæðinu, sem mun að einhverju leyti hafa áhrif á íbúa í grennd við framkvæmdirnar.

Áætluð verklok eru 30. júní 2024.