Ráðgjafi - Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf ráðgjafa á velferðarsviði. Leitað er að kröftugum einstaklingi sem býr yfir miklum skipulagshæfileikum og sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í hópi, ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er deildarstjóri félagsþjónustu.

Velferðarsvið býður meðal annars upp á:

  • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
  • Góðan starfsanda
  • Ýtrustu vinnustyttingu og sveigjanlegan vinnutíma

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Verkefni ráðgjafa tekur til almennrar félags-, velferðar- og stuðningsþjónustu
  • Stuðningur og ráðgjöf í samræmdri móttöku flóttamanna
  • Málstjóri í samþættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra
  • Fjárhagsaðstoð
  • Stuðningur í virkniúrræðum
  • Samstarf við starfsfólk og notendur stuðningsþjónustu
  • Samvinna um þjónustu við fatlað fólk
  • Mat á þjónustuþörf
  • Aðkoma að skipulagningu velferðarúrræða
  • Tekur þátt í þverfaglegu starfi innan velferðarsviðs og með samstarfsstofnunum
  • Þátttaka í stefnumótun velferðarsviðs

Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun æskileg
  • Reynsla og þekking á starfssviðinu er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, vandvirkni og skipulagshæfni
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Jákvætt viðhorf og þjónustulund
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku og enskukunnátta, ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma)

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2024. Umsóknum skal skilað til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Stefánsdóttir, deildarstjóri í félagsþjónustu á velferðarsviði, í síma 450-8000 eða í tölvupósti harpast@isafjordur.is.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?