Skipulags- og mannvirkjanefnd - 324. fundur - 13. janúar 2010

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sigurður Mar Óskarsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Látrar í Aðalvík. - Byggingarleyfi. (2010-01-0001)


Lagt fram bréf dags. 29. des. 2009 frá Bjargey Gígju Gísladóttur, þar sem sótt er um leyfi til að byggja frístundahús í landi Látra í Aðalvík, samkvæmt teikningu frá Ófeig S. Sigurðssyni. Um er að ræða endurbyggingu á gamla Urðarhúsinu / hús Gísla Bjarnasonar, samkvæmt uppdrætti Zóphaníusar Pálssonar frá 30. mars 1954 af lóðum að Látrum nr. 14.


Bygging hússins er í samræmi við drög að Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020. Erindið hefur verið sent til Hornstrandanefndar til umsagnar. Bent er á að samþykki allra meðeigenda hússins þarf að liggja fyrir framkvæmdinni.





2. Engidalur.  ? Lóð fyrir atvinnustarfssemi. (2009-11-0002)


Lagt fram bréf dags. 8. janúar sl. frá Ragnari Ágúst Kristinssyni fh. Gámaþjónustu Vestfarða ehf.,  þar sem hann sækir um lóð fyrir atvinnustarfsemi (geymslusvæði). Umrædd lóð er næsta lóð fyrir innan Funa í Engidal. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 2. desember 2009.


Umhverfisnefnd hafnar þessu að sinni, þar sem verið er að endurskoða sorpmál í Ísafjarðarbæ.



3. Göngustígakerfi Ísafjarðarbæjar 2010 - 2015. (2010-01-0028).


Lögð fram áætlun um göngustígakerfi Ísafjarðarbæjar 2010 ? 2015 samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 og Staðardagskrár 21. Áætlunin er unnin af tæknideild Ísafjarðarbæjar í janúar 2010.


Umhverfisnefnd samþykkir að fara í þessa göngustígagerð, enda fáist styrkur til framkvæmdarinnar frá Ferðamálastofu.





4. Skipulagsmál og lóðaúthlutanir. (2009-07-0006).


Lagt fram bréf dags. 16. desember 2009 frá Páli Gunnari Pálssyni og Þórólfi Heiðari Þorsteinssyni hjá Samkeppniseftirlitinu, þar sem bent er á að Samkeppniseftirlitið hefur gefið út álit nr. 3/2009  um Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni. Í álitinu er þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að hafa tilteknar meginreglur til hliðsjónar við skipulagsmál og úthlutun lóða.


Lagt fram til kynningar.





5. Rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti í Dýrafirði. (2009-12-0002)


Lagt fram bréf dags. 30. desember 2009 frá Orkustofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., um leitar- og rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti í Dýrafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að leitar- og rannsóknarleyfi verði veitt, enda skaði það ekki sjókvíaeldi í Dýrafirði. Áður hefur verið veitt leyfi fyrir sjókvíaeldi á laxi, regnbogasilung og þorski.





6. Umhverfisvottað Íslands. (2009-12-0039)


Á fund bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 4. janúar sl. var lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vesturlands dags.  10. desember 2009, ásamt greinargerð NV um umhverfisvottun Íslands. Með henni er vakin athygli á nýstárlegri og raunhæfri leið til að byggja upp ímynd landsins og styrkja á sama tíma ferðaþjónustu, útflutningsgreinar og sjálfbæra þróun.


Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.


Umhverfisfulltrúa er falið að kynna sér greinargerðina ítarlega.





7. Endurskoðun sorpeyðingar. (2008-06-0054)


Útboð á sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ. Erindi tekið fyrir á fundi bæjarráðs 11. janúar 2010. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar til skoðunar og umsagnar.


Formaður umhverfisnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu:                                           


"Með vísan til bókunar bæjarráðs 11. janúar 2009 varðandi aðkomu umhverfisnefndar að væntanlegu útboði á sorphirðu og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ leggur undirrituð til að nefndin skipi þriggja manna starfshóp, skipaðan nefndarmönnum, er vinni með umhverfissviði að skilgreiningu þeirra þátta er þarf að taka afstöðu til og leggi fyrir umhverfisnefnd til samþykktar.


Með skipun stafshópsins er stefnt að því að aðkoma umhverfisnefndar að verkefninu verði skilvirkari og sjónarmið nefndarinnar komi fram á öllum stigum þeirrar vinnu er nú fer í hönd. Einnig að sjónarmið starfshóps um endurskoðun sorpmála varðandi umhverfisvernd fái framgang."



 


Umhverfisnefnd samþykkir tillögu formanns og að hópinn skipi: Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Mar Óskarsson og Sæmundur Þorvaldsson.





8. Samþykkt um verndun trjáa í Ísafjarðarbæ. (2010-01-0030)


Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest, með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.





9. Reglur um smáhús í Ísafjarðarbæ. (2009-12-00xx)


Lagðar fram reglur um smáhús (garð-, gróður- og barnahús) í Ísafjarðarbæ.


Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.





10. Höfn Hornvík. - Byggingarleyfi. (2009-07-0028)


Á fundi umhverfisnefndar 28. október 2009 var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar þar sem sótt var um leyfi til að byggja þjónustuhús að Höfn í Hornvík, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Með vísan í byggingarreglugerð nr.  441 / 1998 gr. 11. um byggingarleyfi,  hafnar umhverfisnefnd byggingarleyfi þjónustuhússins enda var byggingin reist áður en ósk um byggingarleyfi barst.





Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:47.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.  


Albertína Elíasdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. 


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?