Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1078. fundur 14. október 2019 kl. 08:05 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar - 2019090113

Lagt er fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 1. október sl., þar sem óskað er eftir að tillaga að siðareglum fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar verið teknar til skoðunar og samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að siðareglur fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar verði samþykktar.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:05

2.Verklag vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanns - 2019090115

Lagt er fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 1. október sl., þar sem óskað er eftir að tillaga að verklagi vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanns verði teknar til skoðunar og samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að verklagi vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanna verði samþykkt.
Marzellíus Sveinbjörnsson yfirgefur fundinn kl. 8:28.

3.Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs - 2019080061

Kynnt verður tillaga Intellecta um ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Bæjarráð vísar tillögunni um ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Baldur yfirgefur fundinn kl. 8:40. Marzellíus mætir til fundarins kl. 8:40.

4.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Lagt er fram minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 11. október sl., þar sem farið er yfir málefni Afreksbrautarinnar og styrkveitingu.
Bæjarráð samþykkir samning um afreksíþróttasvið MÍ fyrir skólaárið 2019-2020 og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Ísafjarðarbæajar.

5.Bygging verkmenntahúss 2. áfangi - 2019100044

Lagður er fram tölvupóstur Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, ásamt bréfi, dags. 3. október sl., vegna byggingar 2. áfanga verkmenntahúss á lóð Menntaskólans á Ísafirði, þar sem óskað er álits bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á þátttöku í verkefninu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í umræðu um mögulega þátttöku í verkefninu.

6.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 11. október sl., þar sem tilkynnt er um að fallið sé frá einu tilboði í íbúð í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2019 - 2019100045

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 11. október sl., með tillögum að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknarfrestur er 29. október n.k.
Umræður fóru fram.

8.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Lagt er fram bréf Helenu Jónsdóttur, f.h. Blábankans, dags. 30. september sl. þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 3,5 milljónir árið 2020.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar. Unnið verður með styrkbeiðnina í fjárhagsáætlunarvinnu Ísafjarðarbæjar.

9.Fjármála- og fjárfestingakerfi - 2018030083

Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins til að kynna fyrir fulltrúum bæjarráðs kerfi fyrir bæjarfulltrúa og stjórnendur til að fylgjast með fjármálum og fjárfestingum í rauntíma á myndrænan hátt.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir áhugaverða kynningu.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:22

10.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga - 2019030031

Lagður er fram tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. október sl., um staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2019 og 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Stefnumótun í fjármálum, tillaga Í-listans - 2019100028

Á 442. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga bæjarfulltrúa Í-listans að farið verði í umbótaverkefni sem hefur það að markmiði að kafa ofan í rekstur Ísafjarðarbæjar og horfa til framtíðar til gera bæinn betur í stakk búinn til að takast á við þær fjárhagslegu áskoranir sem framundan eru. Hugsunin með slíku verkefni væri að bærinn setti sér langtímamarkmið í fjármálum til að takast við reksturinn, fjárfestingar og B hluta starfsemina. Mikilvægt er að starfsmenn jafnt sem kjörnir fulltrúar komi að slíku verkefni til að tryggja að sem bestur árangur náist. Lagt er til að tillögunni verði vísað til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skýra verkefnið betur og koma með tillögu að verkferli.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:46.

12.Tillaga að fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu og árstillag - 2019090076

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 8. október sl., ásamt fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu sem samþykkt var af stjórn Vestfjarðastofu 24. september sl. og árstillag sveitarfélaga til Fjórðungssambands Vestfirðinga/Vestfjarðastofu fyrir árið 2020 sem lögð verður fyrir Haustþing þann 25. og 26. október n.k.
Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar.

13.Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 11. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember n.k.
Vísað til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.

14.Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 11. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember n.k.
Vísað til umsagnar í velferðarnefnd.

15.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, 53. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 10. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011, 53. mál. Umsagnarfrestur er til 31. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

16.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lögð er fram fundargerð 20. fundar stjórnar Vestfjarðastofu frá 24. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 15 - 1910006F

Lögð er fram fundargerð 15. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 15 Meirihluti nefndarinnar leggur til við bæjarstjórn að verkið verði boðið út í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.
  • Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 15 Meirihluti nefndarinnar vísar lokaskýrslu til kynningar í bæjarstjórn. Sigurður Jón Hreinsson óskar eftir því að leggja fram eftirfarandi bókun:

    Undirritaður getur engan veginn tekið undir þá niðurstöðu meirihluta nefndarinnar um að tímabært sé að bjóða verkefnið út og sem lesa má í drögum að lokaskýrslu. Að mati undirritaðs hefur nefndin m.a. ekki sinnt því hlutverki sínu að gera úttekt á staðarvali, skipulagi í kringum áætlaðan byggingarstað og áfangaskiptingu framkvæmda.
    Þrátt fyrir ítrekaðar óskir undirritaðs um að skoða betur staðsetningu og skipulag á Torfnesi, með tilliti til bestu nýtingu á svæðinu og meðferð á skattfé bæjarbúa, var því alltaf hafnað á gundvelli þess að „ekki væri pólitískur vilji fyrir annari staðsetningu“. Að því leyti brást meirihluti nefndarinnar algerlega hlutverki sínu.
    Að mati undirritaðs er langur vegur frá því að tímabært sé að setja í útboð byggingu fótboltahúss. Sem dæmi má taka:
    Ekki hefur verið svarað þeirri spurningu, hvort að starfsmaður þurfi að vera í húsinu eða ekki.
    Allar forsendur fyrir staðarvali því sem deiliskipulag byggir á, hafa reynst rangar.
    Þessi áform um uppbyggingu á Torfnesi eru byggð á afar takmarkaðri umfjöllun og byggja í stórum atriðum á röngum gögnum, rökleysu, þversögnum, hringrökum og jafnvel blekkingum.
    Áformin um byggingu fótboltahúss eru ábyrgðarlaus út frá fjárhag bæjarins, kalla á umtalsverða hækkun á skuldum bæjarsjóðs og auka rekstrarkostnað bæjarins um tugi milljóna árlega.
    Undirritaður mun skila eigin skýrslu með niðurstöðu um starf nefndarinnar til bæjarstjórnar, þegar málið verður tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi.

    Sigurður Hreinsson

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 527 - 1910003F

Lögð er fram fundargerð 527. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 527 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við 40 gr. í VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 527 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir frá bústaðareigendum við bústaði nr. 47 og 48 eigi ekki rétt á sér. Umrædd bílastæði eru utan við lóðarmörk bústaðanna, aðgengi mun haldast óbreytt. Nefndin þakkar Hrafni Snorrasyni fyrir innsendar athugasemdir, tekið verður tillit til þeirra með kvöð um lagnir og stíg í lóðaleigusamning.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Inga Steinunn Ólafsdóttir fái lóð við Tunguskóg 49, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 527 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Heiðarfell ehf. fái lóð við Skeiði 16, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

    Lóð nr. 8 við Skeiði hefur þegar verið úthlutað.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?