Bæjarstjórn - 293. fundur - 17. mars 2011
Fjarverandi aðalfulltrúar: Gísli H. Halldórsson í h. st. Margrét Halldórsdóttir. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Ragnhildur Sigurðardóttir. Sigurður Pétursson í h. st. Benedikt Bjarnason.
Í upphafi fundar minntist Albertína Elíasdóttir, forseti, frú Ruthar Tryggvason, heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, en hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þann 16. mars sl., 89 ára að aldri. Ruth var fædd þann 16. maí árið 1921.
Allir viðstaddir risu úr sætum og vottuðu hinni látnu virðingu sína.
Áður en gengið var til boðaðrar dagskrár óskaði Albertína Elíasdóttir, forseti, eftir heimild fundarins til að taka á dagskrá sem XIX. lið, erindi frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Beiðni forseta samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I. | Tillaga frá 692. fundi bæjarráðs | Lokunaráætlun á Klofningi |
II. | Tillaga frá 307. fundi fræðslunefndar | Aukið stöðugildi á Sólborg |
III. | Tillaga frá 307. fundi fræðslunefndar | Reglur um niðurfellingu leikskólagjalda |
IV. | Tillaga frá 307. fundi fræðslunefndar | Leikskólabörn með alvarlega fötlun |
V. | Tillaga frá 121. fundi íþrótta- og tómstundanefndar | Afnot af sundlauginni á Flateyri |
VI. | Tillaga frá 121. fundi íþrótta- og tómstundanefndar | Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar 2011 |
VII. | Tillaga frá 348. fundi umhverfisnefndar | Deiliskipulag í Tungudal |
VIII. | Tillaga frá 67. fundi þjónustuhóps aldraðra | Dagvistarpláss aldraðra |
IX. | Tillaga að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012-2014 | Síðari umræða í bæjarstjórn |
X. | Fundargerð(ir) | bæjarráðs 1/3. og 14/3 |
XI. | " | barnaverndarnefndar 16/2 |
XII. | " | fræðslunerndar 8/3 |
XIII. | " | hafnarstjórnar 8/3 |
XIV. | " | íþrótta- og tómstundanefndar 9/3 |
XV. | " | nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 3/2 |
XVI. | " | nefndar um sorpmál 2/3 |
XVII. | " | umhverfisnefndar 2/3 |
XVIII. | " | þjónustuhóps aldraðra 16/12.10. og 21/2.11 |
XIX. | Erindi bæjarstjóra | Lánataka hjá Lánastjóði sveitafélaga |
I. Tillaga frá 692. fundi bæjarráðs. - Lokunaráætlun á Klofningi.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Benedikt Bjarnason.
11. Minnisblað bæjarritara. - Lokunaráætlun fyrir urðunarstað við Klofning
á Flateyri. 2009-02-0005.
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita ábyrgðaryfirlýsingu í samræmi við grein 4.8 í starfsleyfi um urðun úrgangs á vegum Funa sorpbrennslu við Klofning á Flateyri, dags. 19. febrúar 2007. Bæjarstórn samþykkir jafnframt að hefja vinnu við frágang urðunarstaðarins árið 2011 og ljúka við endanlegan frágang árið 2012.“
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ofangreinda ábyrgðaryfirlýsingu, ásamt lokunaráætluninni í heild sinni.
Tillagan samþykkt 9-0.
II. Tillaga frá 307. fundi fræðslunefndar. - Aukið stöðugildi á Sólborg.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Lína B. Tryggvadóttir og Margrét Halldórsdóttir.
3. Ósk um aukið stöðugildi 87,5% á Sólborg. Málsnr. 2011-03-0014
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að erindið verði samþykkt til 19. ágúst 2011.
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.
III. Tillaga frá 307. fundi fræðslunefndar. - Reglur um niðurfellingu leikskólagj.
Til máls tók: Albertína Elíasdóttir, forseti.
5. Reglur um niðurfellingu á leikskólagjöldum vegna veikinda.
Málsnr. 2011-03-0009
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki eftirfarandi breytingar á innritunarreglum leikskólanna í sveitarfélaginu.
Við reglu númer fimm myndi bætast: Ef barn er fjarverandi vegna veikinda samfellt í tvær vikur eða lengur er hægt að óska eftir að fæðisgjaldið verði fellt niður. Ef um langvarandi samfelld veikindi er að ræða er hægt að sækja um niðurfellingu á vistgjaldi.
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.
IV. Tillaga frá 307. fundi fræðslunefndar. - Leikskólabörn með alvarlega fötlun.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Lína B. Tryggvadóttir og Margrét Halldórsdóttir.
Lína B. Tryggvadóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir IV. lið dagskrár.
,Undirrituð vilja vekja athygli á þeirri mismunun á úthlutun úr Jöfnunarsjóði til barna með fötlun. Börn á leikskólaaldri eru alfarið á framfæri sveitarfélagsins á meðan fötluð börn á grunnskólaaldri fá úthlutað með sér úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Undirrituð skora á samtök sveitarfélaga, að beita sér fyrir því að lögum og reglum varðandi úthlutun vegna leikskólabarna með fötlun verði breytt hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
12. Önnur mál.
A. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hún óski eftir viðræðum við velferðarráðuneyti, um meðferð viðbótarkostnaðar sem fellur til vegna leikskólabarna með alvarlegar fatlanir.
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 8-0.
V. Tillaga frá 121. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Sundlaug á Flateyri.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Margrét Halldórsdóttir.
5. Ósk um afnot af sundlauginni á Flateyri. 2011-02-0109.
Nefndin leggur til að Sæfara verði leigð sundlaugin á Flateyri með starfsmanni og farið verði eftir gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.
Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.
VI. Tillaga frá 121. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Vinnuskólinn 2011.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Margrét Halldórsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
6. Laun í vinnuskólanum sumarið 2011. 2011-03-0017.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.
Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.
VII. Tillaga frá 348. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag í Tungudal.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Lína B. Tryggvadóttir, Benedikt Bjarnason og Kristín Hálfdánsdóttir.
14. Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði. 2009-06-0058.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum þó að færa byggingarreiti lóðanna nr. 63 og 64, 1,8 m að lóðamörkum lóðanna nr. 61 og 62 með vísan í athugasemd Sigurðar Mar Óskarssonar frá 18. janúar 2011.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.
VIII. Tillaga frá 67. fundi þjónustuhóps aldraðra. - Dagvistarpláss aldraðra.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Ragnhildur Sigurðardóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir.
2. Dagvistarpláss aldraðra í Ísafjarðarbæ.
Þjónustuhópur leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að sótt verði um fjármagn til velferðarráðuneytisins til að bæta aðstöðu öldrunarþjónustu á Flateyri. Jafnframt leggur þjónustuhópur til að metin verði þörf fyrir dagdeildarpláss aldraðra á Flateyri og leiði könnun í ljós þörf fyrir dagdeild, að sótt verði um dagdeildarpláss.
Tillag þjónustuhóps aldraðra samþykkt 9-0.
IX. Tillaga að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012-2014.
Síðari umræða í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Benedikt Bjarnason, Kristín Hálfdánsdóttir, Lína B. Tryggvadóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Margrét Halldórsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árin 2012 - 2014, við síðari umræðu í bæjarstjórn og greindi frá þeim breytingum, sem orðið hafa á áætluninni milli umræðna.
Bæjarstjórn samþykkir 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 9-0.
X. Bæjarráð.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Lína B. Tryggvadóttir, Kristján Andri
Guðjónsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin 1/3. 691. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 14/3. 692. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XI. Barnaverndarnefnd.
Fundargerðin 16/2. 115. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XII. Fræðslunefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Lína B. Tryggvadóttir.
Fundargerðin 8/3. 307. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIII. Hafnarstjórn.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 8/3. 152. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundagerðin lögð fram til kynningar.
XIV. Íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Lína B. Tryggvadóttir, Margrét Halldórsdóttir, Benedikt Bjarnason, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 9/3. 121. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XV. Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.
Fundargerðin 3/2. 3. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVI. Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson og Lína B. Tryggvadóttir.
Fundargerðin 2/3. 11. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XVII. Umhverfisnefnd.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Benedikt Bjarnason og Lína B. Tryggvadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir 9-0, að fresta til næsta fundar, að taka afstöðu til 9. liðar 348. fundargerðar umhverfisnefndar.
Fundargerðin 2/3. 348. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.
XVIII. Þjónustuhópur aldraðra.
Fundargerðin 16/12.10. 66. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin 21/2. 67. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
XIX. Erindi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. - Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir erindinu og lagði fram neðangreinda tillögu til samþykktar í bæjarstjórn. Fram kom í máli bæjarstjóra, að gert sé ráð fyrir þessari lántöku í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 114.000.000.- til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar, sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 170873-4249, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda bókun samhljóða 9-0.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 20:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Albertína Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar
Eiríkur Finnur Greipsson.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir.
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Benedikt Bjarnason.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.