Bæjarráð - 692. fundur - 14. mars 2011

Þetta var gert:

1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012-2014. 2010-09-0031.

            Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, fór yfir endurskoðuð drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012-2014.  Áætlunin var til fyrri umræðu á 292. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 24. febrúar sl.         

            Bæjarráð vísar 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012-2014 til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 17. mars n.k. 

 

2.         Fundargerðir.

            Barnaverndarnefnd 16/2.  115. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fræðslunefnd 8/3.  307. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Hafnarstjórn 8/3.  152. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

            Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi bæjarráðs undir 5. lið

            fundargerðar hafnarstjórnar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 9/3.  121. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            3. liður.  Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hver kostnaður

            Ísafjarðarbæjar gæti orðið ef til kæmi, að halda unglingalandsmót

            UMFÍ í Ísafjarðarbæ 2013 eða 2014.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 3/2.  3. fundur.

            Fundargerðin er í tveimur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 2/3.  11. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

            Umhverfisnefnd 2/3.  348. fundur.

            Fundargerðin er í fimmtán liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Bréf  fjármálastjóra. - Endurskoðun sorpgjalda á sumarbústaði í Tungudal.

            2011-02-0119.

            Lagt fram bréf frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, er varðar endurskoðun á sorpgjaldi á sumarbústaði í Tungudal, með tilvísun til bréfs Níelsar R. Björnssonar, formanns Félags sumarbústaðaeigenda í Tungudal, dagsett 22. febrúar sl. sem lagt var fram á 691. fundi bæjarráðs.  Bréfi fjármálastjóra fylgir gildandi samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð vísar endurskoðun á samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ til nefndar um sorpmál.

 

4.         Bréf 4. deildar Félags stjórnenda leikskóla á Vestfjörðum.  2011-03-0008.

            Lagt fram bréf frá formanni 4. deildar Félags stjórnenda leikskóla á Vestfjörðum dagsett 2. mars sl.  Í bréfinu koma fram mótmæli við að leggja niður stöðu leikskóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð vill taka fram, að bæjarstjóri hefur nú þegar svarað ofangreindu bréfi og í því bréfi kemur meðal annars eftirfarandi fram:

            ,,Hvað fyrri fullyrðinguna í bréfinu varðar þá tek ég undir það að mikilvægt sé að skólastjórnendur hafi bakland í sínu starfi. Tel ég umræddar skipulagsbreytingar einmitt vera til þess fallnar að styrkja það bakland, sem þið hafið enda er markmið breytinganna að efla samvinnu á milli skólaeininga og skólastiga og leggja meiri áherslu á skólamál almennt. Þau verkefni sem unnin hafa verið af leikskólafulltrúa verða áfram unnin inn á skóla- og tómstundasviði og ég hafna því alfarið að til standi að uppfylla ekki skyldur sveitafélagins skv. lögum um leikskóla.

            Jafnframt vil ég benda á að þó að það sé rétt að sveitarfélög hafi mörg hver verið að skera niður í leikskólum á það ekki við um Ísafjarðarbæ, þvert á móti. Gjaldskrá leikskóla var t.d. eina gjaldskrá sveitarfélagins sem ekki var hækkuð. Fallið var frá gjaldtöku 5 ára barna og framlög til leikskóla voru almennt ekki skorin niður.“

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

5.         Bréf 4. deildar Félags leikskólakennara á Vestfjörðum.  2011-03-0008.          

            Lagt fram bréf frá formanni 4. deildar Félags leikskólakennara á Vestfjörðum dagsett 4. mars sl.  Í bréfinu koma fram mótmæli við að leggja niður stöðu leikskóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

 

  6.       Bréf Félags stjórnenda leikskóla.  2011-03-0008.

            Lagt fram bréf            Ingibjargar Kristleifsdóttur, formanns Félags stjórnenda leikskóla, bréfið er ódagsett.  Í bréfinu er spurst fyrir um það, hvernig hugsar sveitarfélagið sér að framfylgja 4. gr. laga um leikskóla.  Spurningin er lögð fram með tilvísun til þeirra breytinga sem Ísafjarðarbær er að gera á starfi leikskólafulltrúa.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

 

 

 7.        Bréf Erlings Tryggvasonar ofl. - Veitingastaðurinn Langi Mangi.

            2010-06-0042.

            Lagt fram bréf frá Erlingi Tryggvasyni ofl., dagsett 3. mars sl., er varðar rekstur veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði.  Bréfið er hliðstætt öðrum bréfum er borist hafa frá sömu aðilum um rekstur veitingastaðarins Langa Manga, Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

8.         Afrit af bréfi sýslumannsins á Ísafirði vegna veitingastaðarins Langa Manga.

            2010-06-0042.

            Lagt fram afrit af bréfi sýslumannsins á Ísafirði til Erlings Tryggvasonar, Guðmundar G. Níelssonar og Helga Mar Friðrikssonar, öllum búsettum á Ísafirði.  Bréf sýslumanns er svarbréf til þessara aðila við bréfi þeirra um veitingastaðinn Langa Manga, dagsettu 3. mars 2011.

            Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf Félags opinberra starfsmanna Vestfjörðum. - Kosning trúnaðarmanna.

            2011-03-0006.

            Lagt fram bréf frá Félagi opinberra starfsmanna Vestfjörðum dagsett 1. mars sl., þar sem minnt er á að kjósa þarf trúnaðarmenn í stofnunum þar sem 3 eða fleiri félagsmenn starfa og tilkynna kosninguna til skrifstofu félagsins.  Kosning fari fram fyrir 1. apríl n.k.

            Lagt fram til kynningar.

 

10.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 784. stjórnarfundar.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 784. fundi, er haldinn var að Hótel Hamri í Borgartúni, Reykjavík, þann 25. febrúar 2011.

            Lagt fram til kynningar.

 

11.       Minnisblað bæjarritara. - Lokunaráætlun fyrir urðunarstað við Klofning

            á Flateyri.  2009-02-0005.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. mars sl., er varðar lokunaráætlun fyrir urðunarstað við Klofning á Flateyri.  Lokunaráætlunin er unnin af tæknideild Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samþykkja eftirfarandi bókun um ábyrgðaryfirlýsingu.   

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita ábyrgðaryfirlýsingu í samræmi við grein 4.8 í starfsleyfi um urðun úrgangs á vegum Funa sorpbrennslu við Klofning á Flateyri, dags. 19. febrúar 2007.  Bæjarstórn samþykkir jafnframt að hefja vinnu við frágang urðunarstaðarins árið 2011 og ljúka við endanlegan frágang árið 2012.“

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ofangreinda ábyrgðaryfirlýsingu, ásamt lokunaráætluninni í heild sinni. 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:05.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína Elíasdóttir
Arna Lára Jónsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?