Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 3. fundur - 3. febrúar 2011
Mætt voru: Eiríkur Finnur Greipsson formaður og Sigurður Pétursson. Svanlaug Guðnadóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana. Jafnframt mættu Daníel Jakobsson, bæjarstjóri ásamt Jóhanni Birki Helgasyni og Margréti Geirsdóttur sviðsstjórum hjá Ísafjarðarbæ.
Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Bréf bæjarstjóra til velferðarráðuneytis
Lögð fyrir drög að bréfi bæjarstjóra til velferðarráðuneytis. Bæjarstjóra falið að senda bréfið með breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Í bréfinu er óskað eftir samþykki ráðuneytisins til þess að hefja byggingu þrjátíu rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
2. Deiliskipulagsmál
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, sýndi möguleika á útfærslu á hjúkrunarheimili sem tengjast myndi Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að hefja deiliskipulagsvinnu á svæðinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Sigurður Pétursson
Daníel Jakobsson
Jóhann Birkir Helgason
Margrét Geirsdóttir