Nefnd um sorpmál - 11. fundur - 2. mars 2011

Mætt eru:  Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henry Bæringsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.

 

1.         Innleiðing nýs sorphirðukerfis. 2011-01-0069

Til fundarins undir þessum lið eru mættir Eiríkur Finnur Greipsson, Einar Pétursson og Sigurður Óskarsson, fulltrúar Kubbs ehf., til að kynna áætlun um sorphirðu og sorpflokkun í Ísafjarðarbæ.  Drög í formi bæklings „Sorphirða í Ísafjarðarbæ 2011-2014“ er lögð fram.  Einnig lagt fram drög að bréfi til bænda dags. 3. mars 2011 og drög að kynningu fyrir íbúa sveitarfélagsins.  Heimasíðan www.kubbur.is er komin í gagnið til bráðabirgða, unnið er að smíði nýrrar síðu.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.

 

2.         Mæling á árangri.

Verkfundur nr. 1 hefur verið haldinn, þeir verða haldnir mánaðarlega út verktímann.

 

3.         Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Unnið áfram að endurskoðun á samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

 

Fleira ekki gert og  fundi slitið kl.17:50.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður

Henry Bæringsson

Marzellíus Sveinbjörnsson                                               

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi
Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?