Fræðslunefnd - 307. fundur - 8. mars 2011

Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.

Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.

 

Leikskólamál.

Mættur áheyrnarfulltrúi: Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri.   Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra mætti til fundar kl. 16:20.  

 

1.      Beiðni um afnot af eldhúsi leikskólans Laufás.  Málsnr. 2010-09-0027

Lagt fram bréf frá rekstraraðilium Hótel Núps, þar sem óskað er eftir afnotum af eldhúsi leikskólans Laufáss í byrjun júlí n.k. á meðan norrænu handverksbúðirnar verða starfandi á Þingeyri.

Fræðslunefnd felur leikskólafulltrúa að ræða við bréfritara og leikskólastjóra um leiguverð og annað sem lýtur að erindinu.

 

2.      Mótmæli vegna niðurlagningar stöðu leikskóla- og sérkennslufulltrúa.

Málsnr. 2011-03-0008

Lagt fram til kynningar bréf frá 4. deild Félags leikskólastjórnenda, dagsett 2. mars sl., þar sem harðlega er mótmælt að leggja eigi niður stöðu leikskóla- og sérkennslufulltrúa.  Helga Björk Jóhannsdóttir, formaður 4. deildar félags stjórnenda á Vestfjörðum lagði áherslu á að áfram starfi leikskóla- og sérkennslufulltrúi í sveitarfélaginu.

 

3.      Ósk um aukið stöðugildi á Sólborg.  Málsnr. 2011-03-0014

Lagt fram bréf dags. 28. febrúar 2011 frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Sólborg, þar sem óskað er eftir auknu stöðugildi 87,5%, á Sólborg vegna barns sem þarfnast sérstaks stuðnings. 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að erindið verði samþykkt til 19. ágúst 2011.

 

4.      Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins. Málsnr. 2010-12-0054

Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi leikskólakennara dagsett 22. febrúar 2011, þar sem stjórn félags leikskólakennara lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun leikskólastarfs vegna gríðarlegs niðurskurðar hjá sveitarfélögum landsins og varar eindregið við frekari niðurskurði á leikskólasviði.

 

5.      Reglur um niðurfellingu á leikskólagjöldum vegna veikinda.

Málsnr. 2011-03-0009

Lagðar fram tillögur leikskólafulltrúa að reglum er varða niðurfellingu á fæðisgjöldum vegna veikinda. 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki eftirfarandi breytingar á innritunarreglum leikskólanna í sveitarfélaginu. 

Við reglu númer fimm myndi bætast:  Ef barn er fjarverandi vegna veikinda samfellt í tvær vikur eða lengur er hægt að óska eftir að fæðisgjaldið verði fellt niður. Ef um langvarandi samfelld veikindi er að ræða er hægt að sækja um niðurfellingu á vistgjaldi.

 

6.      Breytingar á leikskólagjöldum fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur. Málsnr. 2011-02-0096

Lagt fram bréf   frá Reykjavíkurborg, undirritað af Kristínu Egilsdóttur, fjármálastjóra leikskólasviðs, dagsett 21. febrúar sl., er varðar breytingar á leikskólagjöldum fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur. Innheimt verði framvegis eftir meðalraunkostnaði fyrir börn, en ekki eftir viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Leik- og grunnskólamál.

Mættir áheyrnarfulltrúar: Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara og Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra.  

 

     7.   Fréttabréfið Uppbygging sjálfsaga. Málsnr. 2011-03-0010

Lagt fram til kynningar fréttabréfið Uppbygging sjálfsaga.

 

     8.   Vinna við skólastefnu

Lögð fram vinnugögn við skólastefnugerð og grein gerð fyrir vinnunni, sem átt hefur sér stað við stefnuna.  Rætt um næstu skref í stefnumótunarvinnunni og ákveðið að halda vinnufund fræðslunefndar miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 15:00.

 

Grunnskólamál.

 

     9.   Kennslustundaúthlutun. Málsnr. 2011-03-0011

Lagðar fram tillögur grunnskólafulltrúa um kennslustundaúthlutun fyrir skólaárið 2011-2012, unnar samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar að lútandi.

Samkvæmt tillögunum fær GÍ 917 kennslustundir á viku, GÞ og GS 169 kennslustundir á viku og GÖ 100 kennslustundir á viku.  Kennslustundaúthlutun er í samræmi við nemendafjölda og tekur mið af þeim reglum, sem Ísafjarðarbær hefur enn eitt fárra sveitarfélaga um hámarksfjölda nemenda í hverju námshóp og með vísan til þeirra reglna sveitarfélagsins um kennslustundaúthlutanir staðfestir fræðslunefnd tillögurnar.

 

     10.   Gjaldskrá vegna útleigu skólahúsnæðis. Málsnr. 2011-03-0012

Lögð fram drög að gjaldskrá vegna leigu á tölvustofum, heimilisfræðistofum og sumarleigu skóla. Grunnskólafulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

Tónlistarskólamál.

 

      11.  Bréf Félags tónlistarskólakennara o.fl. – Ályktun mótmælafundar.

             Málsnr. 2011-02-0076

Lagt fram bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, Félagi íslenskra hljómlistamanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum dagsett 11. febrúar sl., þar sem komið er á framfæri ályktun mótmælafundar í Reykjavík þann 1. febrúar sl. Lagt fram til kynningar.

 

       12.  Önnur mál.

A.    Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hún óski eftir viðræðum við velferðarráðuneyti, um meðferð viðbótarkostnaðar sem fellur til vegna leikskólabarna með alvarlegar fatlanir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45

 

Margrét Halldórsdóttir, formaður

Jónas Birgisson
Auður Ólafsdóttir

Helga Dóra Kristjánsdóttir
Jóna Benediktsdóttir

Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu

Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi

Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi

Er hægt að bæta efnið á síðunni?