Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 26. september 2024, varðandi nýtt deiliskipulag Seljalandshverfis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með Orkubúi Vestfjarða vegna málsins.
Axel yfirgaf fund kl. 8.30.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
2.Álagningarhlutfall útsvars 2025 - 2024030142
Lagt fram minnisblað Eddu María Hagalín, fjármálastjóra, dags. 27. September 2024, þar sem lagt er til að útvar 2025 verði óbreytt 14,97%.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að útsvar 2025 verði óbreytt 14,97%.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:10
3.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2025 - 2024070020
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 27. september 2024, varðandi samantekt um fasteignagjöld og fasteignamat ársins 2025 til samanburðar við fyrri ár.
Bæjarráð frestar töku ákvörðunar í málinu og felur bæjarstjóra að leggja fram frekari gögn.
4.Gjaldskrár 2025 - 2024030141
Lagðar fram gjaldskrár allra nefnda Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2025, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. september 2024, um samantekt breytinga.
Önnur gögn fastanefnda jafnframt lögð fram þar sem unnin voru minnisblöð.
Önnur gögn fastanefnda jafnframt lögð fram þar sem unnin voru minnisblöð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár 2025 eins og þær eru framlagðar, og með þeim breytingum sem lagðar voru til við bæjarráð, sbr. minnisblað bæjarritara dags. 27. september 2024.
Edda María yfirgaf fund kl. 9.16.
5.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117
Á 1296. fundi bæjarráðs þann 23. september 2024, var lögð fram fjárhagsáætlun HEVF fyrir árið 2025, en óskað er samþykktar á henni. Bæjarráð gerði athugasemdir við fjárhagsáætlun HEVF 2025 og fól bæjarstjóra að kalla eftir skýringum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Eru nú lagðar fram skýringar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna málsins.
Eru nú lagðar fram skýringar framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2025.
6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - 2024010198
Lagt fram bréf Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 27. júní 2024, þar sem umsagnar Ísafjarðar er óskað um umsókn Köntrí ehf. um rekstrarleyfi til sölu gistingar á Hótel Sandafelli á Þingeyri.
Jafnframt lagðar fram umsagnir slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, báðar dags. 9. júlí 2024, og byggingafulltrúa dags. 20. september 2024.
Umsagnir slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits eru jákvæðar varðandi leyfi fyrir 60 manns. Umsögn byggingafulltrúa segir að starfsemi sé ekki í samræmi við skráða notkun húss, sem er verslun/skrifstofur. Starfsemin sé þó í takt við þá starfsemi sem áður hefur verið stunduð í húsnæðinu og er hún skv. skipulagi. Jákvæð umsögn er því veitt, en eigandi þurfi að breyta skráðri notkun húsnæðisins.
Jafnframt lagðar fram umsagnir slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, báðar dags. 9. júlí 2024, og byggingafulltrúa dags. 20. september 2024.
Umsagnir slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits eru jákvæðar varðandi leyfi fyrir 60 manns. Umsögn byggingafulltrúa segir að starfsemi sé ekki í samræmi við skráða notkun húss, sem er verslun/skrifstofur. Starfsemin sé þó í takt við þá starfsemi sem áður hefur verið stunduð í húsnæðinu og er hún skv. skipulagi. Jákvæð umsögn er því veitt, en eigandi þurfi að breyta skráðri notkun húsnæðisins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til Köntrí ehf. vegna reksturs Hótel Sandafells á Þingeyri.
7.Stafræn byggingarleyfi - 2024090119
Lagður fram tölvupóstur Hermanns Jónssonar, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dagsettur 25. september 2025, þar sem upplýst er að stofnunin hefur þróað miðlægt umsóknarviðmót fyrir byggingarleyfi. Með viðmótinu er ætlunin að samræma verklag þvert á sveitarfélög, einfalda og flýta skráningu mannvirkja og auka gæði upplýsinga.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
8.Melrakkasetur - aðalfundur 2024 - 2024090117
Lagt fram bréf Elíasar Oddssonar, dagsett 20. september 2024, með boði á aðalfund Melrakkaseturs Íslands sem haldinn verður í Eyrardal í Súðavík þann 28. september 2024.
Bæjarráð óskar eftir því að Kristján Andri Guðjónsson sitji fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
9.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024 - 2024090121
Lagt fram bréf Aðalsteins Þorsteinssonar og Guðna Geirs Einarssonar, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20. september 2024, þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins 9. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
10.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2024 - 2024020096
Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar Vestfjarðastofu, 63. fundar frá 25. september 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Menningarmálanefnd - 173 - 2409017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 173. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 27. september 2024.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Menningarmálanefnd - 173 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2025, en leggur auk þess sérstaka áherslu á að stetja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaáætlun að ganga eftir.
-
Menningarmálanefnd - 173 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá menningarhúsa fyrir árið 2024.
12.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 9 - 2409013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. september 2024.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.
13.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 10 - 2409023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 10 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar gjaldskrám nefndarinnar til bæjarstjórnar til samþykktar.
14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 150 - 2409026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 150. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 150 Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar tillögum að gjaldskrá 2025, í samræmi við minnisblað dags. 25. september 2024 og ítargögnum, til samþykktar í bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?