Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
10. fundur 25. september 2024 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Lagðar fram gjaldskrár 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar gjaldskrám nefndarinnar til bæjarstjórnar til samþykktar.

Gestir

  • Jóna Dagbjört Pétursdóttir

2.Trúnaðarmál - 2024030152

Trúnaðarmál lagt fram.
Mál fært í trúnaðarmálabók.

3.Uppbyggingasamningar 2025 - 2024090090

Lögð fram tillaga frá íþróttahreyfingunni í Ísafjarðarbæ lögð fram á samráðsfundi íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar þann 8. maí 2024, um að fjármagn til uppbyggingarsamninga Ísafjarðarbæjar verði hækkaðir og framvegis vísitölutengdir.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í tillögu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ um að hækka upphæð uppbyggingarsamninga og hún verði framvegis vísitölutengd, enda hafa samningarnir nýst mjög vel við uppbyggingu í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Nefndin vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar.

4.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að taka saman upplýsingar um kostnað og mögulegan kostanaðarauka vegna nýs samnings.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?