Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141
Lagðar fram gjaldskrár 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar gjaldskrám nefndarinnar til bæjarstjórnar til samþykktar.
Gestir
- Jóna Dagbjört Pétursdóttir
2.Trúnaðarmál - 2024030152
Trúnaðarmál lagt fram.
Mál fært í trúnaðarmálabók.
3.Uppbyggingasamningar 2025 - 2024090090
Lögð fram tillaga frá íþróttahreyfingunni í Ísafjarðarbæ lögð fram á samráðsfundi íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar þann 8. maí 2024, um að fjármagn til uppbyggingarsamninga Ísafjarðarbæjar verði hækkaðir og framvegis vísitölutengdir.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í tillögu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ um að hækka upphæð uppbyggingarsamninga og hún verði framvegis vísitölutengd, enda hafa samningarnir nýst mjög vel við uppbyggingu í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Nefndin vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar.
4.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að taka saman upplýsingar um kostnað og mögulegan kostanaðarauka vegna nýs samnings.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?