Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
150. fundur 26. september 2024 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Catherine Patricia Chambers varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Lagðar fram til annarar umræðu gjaldskrár fráveitu, vatnsveitu, sorphirðu, þjónustumiðstöðvar, dýrahalds, tjaldsvæða og vegna Skrúðs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar tillögum að gjaldskrá 2025, í samræmi við minnisblað dags. 25. september 2024 og ítargögnum, til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Samþykktir umhverfis- og framkvæmdanefndar - 2024090022

Lögð fram drög að uppfærðum samþykktum Ísafjarðarbæjar um kattahald, hundahald og drög að uppfærðum reglum um greiðslur til refa- og minkaveiðimanna.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar uppfærðum samþykktum um katta og hundahald til heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

Nefndin telur ekki þörf á sérstökum reglum vegna greiðslu til refa- og minkaveiðimanna þar sem sérstakir samningar eru í gildi við félög veiðimanna. Nefndin felur starfsmanni að uppfæra samninga og verkferla varðandi framkvæmd samninganna.

3.Refarannsóknir á Vestfjörðum - 2024090064

Á 1295. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Esterar Rutar Unnsteinsdóttur f.h. Náttúrufræðistofnunar, dagsett 6. september 2024, þar sem boðað er til kynningarfundar 30. september í Melrakkasetrinu í Súðavík þar sem kynnt verður rannsóknarverkefnið ICEFOX, sem fjallar um stofngerð íslenska refsins. Rannsóknin hefur það að markmiði að vinna stofnlíkan sem lýsir stofnvistfræði tegundarinnar á mismunandi landsvæðum og er eitt þessara svæða N-Ísafjarðarsýsla.

Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfisþing 2024 - 2024090087

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu Sigríðar Einarsdóttur f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dagsettur 13. september 2024, þar sem boðað er til umhverfisþings ráðuneytisins í Hörpu þann 8. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?