Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141
Lagðar fram til annarar umræðu gjaldskrár fráveitu, vatnsveitu, sorphirðu, þjónustumiðstöðvar, dýrahalds, tjaldsvæða og vegna Skrúðs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar tillögum að gjaldskrá 2025, í samræmi við minnisblað dags. 25. september 2024 og ítargögnum, til samþykktar í bæjarstjórn.
2.Samþykktir umhverfis- og framkvæmdanefndar - 2024090022
Lögð fram drög að uppfærðum samþykktum Ísafjarðarbæjar um kattahald, hundahald og drög að uppfærðum reglum um greiðslur til refa- og minkaveiðimanna.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar uppfærðum samþykktum um katta og hundahald til heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
Nefndin telur ekki þörf á sérstökum reglum vegna greiðslu til refa- og minkaveiðimanna þar sem sérstakir samningar eru í gildi við félög veiðimanna. Nefndin felur starfsmanni að uppfæra samninga og verkferla varðandi framkvæmd samninganna.
Nefndin telur ekki þörf á sérstökum reglum vegna greiðslu til refa- og minkaveiðimanna þar sem sérstakir samningar eru í gildi við félög veiðimanna. Nefndin felur starfsmanni að uppfæra samninga og verkferla varðandi framkvæmd samninganna.
3.Refarannsóknir á Vestfjörðum - 2024090064
Á 1295. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Esterar Rutar Unnsteinsdóttur f.h. Náttúrufræðistofnunar, dagsett 6. september 2024, þar sem boðað er til kynningarfundar 30. september í Melrakkasetrinu í Súðavík þar sem kynnt verður rannsóknarverkefnið ICEFOX, sem fjallar um stofngerð íslenska refsins. Rannsóknin hefur það að markmiði að vinna stofnlíkan sem lýsir stofnvistfræði tegundarinnar á mismunandi landsvæðum og er eitt þessara svæða N-Ísafjarðarsýsla.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
4.Umhverfisþing 2024 - 2024090087
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu Sigríðar Einarsdóttur f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dagsettur 13. september 2024, þar sem boðað er til umhverfisþings ráðuneytisins í Hörpu þann 8. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?