Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
173. fundur 27. september 2024 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Anna Sigríður Ólafsdóttir varamaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - staða 2024 - 2022100090

Lögð fram til kynningar staða aðgerðaáætlunar menningarstefnu fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

2.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2025 - 2022100090

Lögð fram til samþykktar tillaga að aðgerðaáætlun menningarstefnu fyrir árið 2025.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2025, en leggur auk þess sérstaka áherslu á að stetja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaáætlun að ganga eftir.

3.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143

Lögð fram til umræðu og samþykktar framkvæmdaáætlun 2025-2035 fyrir menningareignir.
Menningarmálanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna menningarverkefna árin 2025-2035.

Menningarmálanefnd leggur áherslu á að fara af stað í hönnun á bættu aðgengi og umhverfi í Neðstakaupstað við Byggðasafn Vestfjarða, bæta lýsingu og setja upp rampa. Nefndin hvetur bæjarstjórn til þess að þau verkefni sem áður hefur verið frestað á fyrri árum fái nú framgöngu.

4.Viðhaldsáætlun 2025 - 2024030144

Lögð fram til umræðu og samþykktar viðhaldsáætlun 2025-2027 fyrir menningareignir.
Menningarmálanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að samþykkja viðhaldsáætlun menningarmála fyrir árið 2025.

5.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Lagðar fram til umræðu og samþykktar gjaldskrár safna og félagsheimilisins á Flateyri fyrir árið 2025.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá menningarhúsa fyrir árið 2024.

6.17. júní hátíðahöld - 2019060003

Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, Tinnu Ólafsdóttur, dags. 24. júní, með upplýsingum um gang hátíðahalda á 17. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Styrkir til menningarmála 2024 - greinargerðir - 2024010011

Lagðar fram til kynningar greinargerðir frá Höllu Ólafsdóttur, vegna Útsýnisvegss vegglistaverks, og frá Söndru Borg Bjarnadóttur, vegna skapandi vinnustofa á vegum Snandra ehf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?