Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1228. fundur 30. janúar 2023 kl. 08:10 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lögð fram frumathugun sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axels Rodriguez Överby, dags. 23. janúar 2023 vegna undirbúnings útboðs á nýju gervigrasi á Torfnesvöll, ásamt kostnaðaráætlun.

Lögð fram til kynningar fundargerð sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með stjórn knattspyrnufélagsins Vestra, dags. 18. janúar 2023, við upphaf máls.

Framkvæmdastjóri HSV mætti til fundar við bæjarráð, en formaður stjórnar knattspyrnudeildar Vestra boðaði forföll.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið í samræmi við umræður á fundinum, og að uppfært minnisblað verði lagt fyrir bæjarráð.
Dagný yfirgaf fund kl. 8:30.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:10

2.Rekstrarsamningur Félagsheimilisins á Suðureyri - 2022120023

Lagt fram erindi Vals S. Valgeirssonar, f.h. Hofsú, Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga, dags. 26. janúar 2023, vegna endurnýjunar rekstrarsamnings um félagsheimilið og annarra mála. Jafnframt lögð fram drög að samningi frá forsvarsmönnum Hofsú sem óskað er eftir samþykki Ísafjarðarbæjar.

Þá er lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. janúar 2023, vegna málsins, svo og uppfærðra draga að rekstrarsamningi, f.h. Ísafjarðarbæjar.

Þorgerður Karlsdóttir og Vernharður Jósefsson koma til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka við gerð samningsins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Gestir yfirgáfu fund kl. 9:05.

Gestir

  • Þorgerður Karlsdóttir, f.h. Hofsú - mæting: 08:40
  • Vernharður Jósefsson, f.h. Hofsú - mæting: 08:40

3.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Á 1227. fundi bæjarráðs, þann 23. janúar 2023, var lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, skipulagsfulltrúa, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. janúar 2023, vegna uppdælingar efnis á Suðurtanga. Axel Överby, Guðmundur Rafn og Hilmar Lyngmo mættu til fundar til umræðu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að frekari kostnaðarútreikningum og leggja fyrir bæjarráð á nýjan leik.

Er nú lagt fyrir uppfært minnisblað Axels R. Överby, dags. 27. janúar 2023, vegna uppdælingar efnis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna kostnaðaráætlun og viðauka vegna kosta A og C og leggja fyrir fund bæjarráðs, til frekari ákvörðunar um framhald málsins.
Axel yfirgaf fund kl. 9:25.

4.Stjórnsýslukæra vegna byggðakvóta 2023 - 2023010169

Á 1227. fundi bæjarráðs, þann 23. janúar 2023, var lögð fram umsagnarbeiðni Hrefnu Hallgrímsdóttur, f.h. innviðaráðuneytisins, dags. 20. janúar 2023, ásamt kæru og gögnum, vegna stjórnsýslukæru Sigfúsar Bergmanns Önundarsonar, fh. útgerðarmanna í Ísafjarðarbæ, þar sem kærð er ákvörðun Ísafjarðarbæjar um afgreiðslu sérreglna byggðakvóta hjá sveitarfélaginu frá 5. janúar sl. Gagna og umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað eigi síðar en 17. febrúar 2023. Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara ráðuneytinu.

Er nú lagðar fram tvær kærur til viðbótar vegna sama máls með sama rökstuðningi og málsástæðum, frá Rúnari Karvel Guðmundssyni og Gísla Páli Guðjónssyni, auk umsagnarbeiðna ráðuneytisins, dags. 26. janúar 2023.

Jafnframt lögð fram til kynningar umsögn Ísafjarðarbæjar, dags. 26. janúar 2023, vegna málsins, ásamt fylgigögnum. Gögn hafa verið send ráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar.

5.38. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2023010258

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. janúar 2023, þar sem boðað er til 38. landsþings sambandsins, sem haldið verður 31. mars 2023 á Grand hóteli í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

6.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2023 - 2023010259

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, 47. fundar sem haldinn var 26. september 2022, 48. fundar sem haldinn var 28. október 2022 og 49. fundar sem haldinn var 5. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 20. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 - 2301016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 601. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. janúar 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sbr. 2. gr. laganna.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að miðað við framkomna valkostagreiningu lóða vegna stækkunar hjúkrunarheimilisins og annarra framlagðra gagna, þá sé valkostur 3a sá kostur sem unnið verði eftir.
    Nefndin leggur áherslu á að púttvöllur verði nýtanlegur að hluta á meðan á framkvæmdum stendur og uppbyggingu hans verði lokið samhliða framkvæmdum við nýja álmu.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja valkost 3a vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Eyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila sameiningu lóðanna við Dalbraut 1a og 1b undir eina lóð, Dalbraut 1 í Hnífsdal undir tvo matshluta, vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Sundstræti 28 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á nýjum lóðarleigusamningum við Hafnarstræti 13 og 15 á Flateyri miðað við framlögð gögn.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 601 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila stækkun lóðar við Kirkjubólslands L138012 í Engidal, Skutulsfirði með hliðsjón af tillögu.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128 - 2301014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 128. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 25. janúar 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að leggja fram formlega ósk til Vegagerðarinnar um breytingu vetrarþjónustu milli byggðakjarna sveitarfélagsins vegna samþættingar á tímaáætlunum snjómoksturs og almenningssamganga.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í íþrótta- og tómstundanefnd og fræðslunefnd vegna reksturs frístundarútu og skólaksturs.

    Nefndin samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaði innkaupastjóra.

10.Velferðarnefnd - 468 - 2301003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 468. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 23. janúar 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 468 Frá því að reglur Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning tóku gildi þá hefur Húsnæðis- og mannvirkjanefnd hækkað sínar greiðslur. Í ljósi þess þykir velferðarnefnd nauðsynlegt að hækka hámarks - og lágmarksviðmið sem tiltekin eru í 5. gr. reglnanna. Þannig verði stuðningur veittur þeim sem mest þurfa á að halda. Þannig verði húsnæðsbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur aldrei hærri en samtals kr. 90.000.- og að húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geti aldrei farið yfir 75% af húsnæðiskostnaði. Ekki sé greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsnæðiskostnaður að frádregnum húsnæðisbótum sé kr. 55.000.- eða lægri.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?