Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
601. fundur 26. janúar 2023 kl. 10:30 - 12:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Fulltrúar Landsnets mæta til fundar um fjarfundarbúnað til að ræða við skipulags- og mannvirkjanefnd um ýmis atriði.
Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt fram til kynningar minnisblað frá Verkís, dags. 8. desember 2022, þar sem farið er yfir umsagnir/athugasemdir um aðalskipulagsbreytingu vegna Mjólkárlínu 2. Í minnisblaðinu eru sett fram svör við umsögnum/athugasemdum og lögð til viðbrögð þar sem það á við. Einnig lögð fram uppfærð skipulagsgögn í samræmi við minnisblaðið.
Nefndi taldi mikilvægt að fá samtal við Landsnet áður en endanleg afstaða til erindisins væri tekin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sbr. 2. gr. laganna.

2.Hjúkrunarheimilið Eyri - valkostir - 2020040005

Lögð fram drög að valkostagreiningu fyrir viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Eyri, dags 20. janúar 2023, unnin af FSRE. Jafnframt er lagt fram minnisblað Verkís dags. 30. september 2022 vegna mögulegrar staðsetningar nýrrar álmu hjúkrunarheimilisins. Einnig kynntur tölvupóstur frá yfirhönnuði VA arkitekta dags. 19. desember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að miðað við framkomna valkostagreiningu lóða vegna stækkunar hjúkrunarheimilisins og annarra framlagðra gagna, þá sé valkostur 3a sá kostur sem unnið verði eftir.
Nefndin leggur áherslu á að púttvöllur verði nýtanlegur að hluta á meðan á framkvæmdum stendur og uppbyggingu hans verði lokið samhliða framkvæmdum við nýja álmu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja valkost 3a vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Eyri.

3.Hjúkrunarheimilið Eyri - deiliskipulagsbreyting - 2020040005

Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Torfness vegna stækkunar á Eyri, hjúkrunarheimili, uppdráttur og greinargerð dags. 6. janúar 2023, unnin af Verkís ehf. Breytingin felst í því að lóðarmörkum og byggingarreitum lóða A og B er breytt til að auka svigrúm fyrir fjórðu álmu hjúkrunarheimilisins Eyrar. Einnig gert ráð fyrir að auka svigrúm fyrir útivist og íþróttir við suðurmörk lóðar B.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Guðmundur Ólafsson yfirgaf fundinn undir þessum lið klukkan 11:41.

4.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag - framhaldsmál - 2022100122

Lagðar fram athugasemdir nágranna við Vallargötu og Aðalstræti á Þingeyri dags. 20. janúar 2021. Framangreindar athugasemdir snúa að deiliskipulagi Vallargötu 37 á Þingeyri, Sólsetur, sem samþykkt var í bæjarstjórn 2. desember 2021. Athugasemdirnar fengu ekki stjórnsýslulega málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að framkomnar athugasemdir hefðu ekki breytt niðurstöðu málsins.
Guðmundur Ólafsson mætti aftur til fundar klukkan 12:02.
Axel R. Överby yfirgaf fundinn klukkan 12:04.

5.Dalbraut 1, eignaskiptayfirlýsing og lóðarleigusamningur - 2023010081

Lögð fram umsókn frá framkvæmdastjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar dags. 5. janúar 2023, vegna sameiningar á lóðum við Dalbraut 1a og 1b undir Dalbraut 1 ásamt tillögu að stækkun lóðar vegna aðkomu að húsi og sameiginlegra bílastæða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila sameiningu lóðanna við Dalbraut 1a og 1b undir eina lóð, Dalbraut 1 í Hnífsdal undir tvo matshluta, vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar.
Axel R. Överby mætti aftur til fundar klukkan 12:06.

6.Sundstræti 28 á Ísafirði. Lóðarleigusamningur - 2022110113

Lögð fram umsókn frá Hrund Einarsdóttur hjá FSRE f.h. Ríkissjóðs, dags. 3. janúar 2022 þar sem óskað er eftir gerð lóðarleigusamnings undir Sundstræti 28 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Sundstræti 28 á Ísafirði.

7.Hafnarstræti 13 á Flateyri- lóðarmál - 2022060145

Lögð fram mæliblöð Tæknideildar frá árinu 2022 vegna lóðamarkabreytinga við Hafnarstræti 13, 13b og Hafnarstræti 15 á Flateyri. Jafnframt lagt fram samkomulag lóðarhafa við annars vegar Hafnarstræti 15 og hins vegar Hafnarstræti 13 vegna lóðar undir viðbyggingu við Hafnarstræti 13b sem mun sameinast við lóðina Hafnarstræti 13.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á nýjum lóðarleigusamningum við Hafnarstræti 13 og 15 á Flateyri miðað við framlögð gögn.

8.Kirkjubólsland - fyrirspurn um byggingarleyfi - 2023010067

Lagt fram erindi frá Aðstöðunni sf. dags. 17. janúar 2023, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar Kirkjubólslands í Skutulsfirði L138012 en fyrirtækið áformar að ráðast í stækkun á núverandi húsnæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila stækkun lóðar við Kirkjubólslands L138012 í Engidal, Skutulsfirði með hliðsjón af tillögu.

9.Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2022050117

Lögð fram beiðni frá Teiti Magnússyni, lóðarhafa við Ártungu 3 á Ísafirði, um að húsbyggingin fari aðeins út fyrir byggingarreit lóðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir umsækjanda á að gildandi deiliskipulag heimili frávik í úthliðum bygginga en í framlagðri tillögu er vikið verulega frá skipulagsskilmálum og er því erindi hafnað.

Fundi slitið - kl. 12:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?