Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
128. fundur 25. janúar 2023 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fatagámar Rauða krossins á Ísafirði ásamt pökkunargám - 2022110114

Dagný Einarsdóttir, formaður Ísafjarðardeildar Rauða krossins, kemur til fundar og ræðir aðkomu Ísafjarðarbæjar að fatasöfnun Rauða krossins sem glímir við aðstöðuleysi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að þessi þjónusta verði samþætt inn í nýtt útboð sveitarfélagsins á sorphirðu.

Gestir

  • Dagný Einarsdóttir - mæting: 09:00

2.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. Endurskoðun - 2022080053

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, um endurskoðun á vetrarþjónustu Ísafjarðarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara vegna endurskoðunar á vetrarþjónustu á Suðureyri ásamt umsögn hverfisráðs Holta- Tungu og Seljalandshverfis.
Starfsmanni nefndar falið að uppfæra reglur í samræmi við minnisblað og með tilliti til innsendra umsagna.

3.Almenningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar innkaupastjóra um komandi útboð á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Jafnframt lagðar fram innsendar umsagnir hverfisráða, grunnskóla og fleiri aðila.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að leggja fram formlega ósk til Vegagerðarinnar um breytingu vetrarþjónustu milli byggðakjarna sveitarfélagsins vegna samþættingar á tímaáætlunum snjómoksturs og almenningssamganga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í íþrótta- og tómstundanefnd og fræðslunefnd vegna reksturs frístundarútu og skólaksturs.

Nefndin samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaði innkaupastjóra.

4.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Á 1226. fundi bæjarráðs, þann 16. janúar 2022, var lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 15. desember 2022.

Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?