Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094
2 trúnaðarmál lögð fyrir.
Trúnaðarmál rædd og afgreidd, fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar. Auður Ólafsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu máls 2022110115 vegna vanhæfis.
2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ endurskoða þarf 5. gr. sem hefur áhrif á greiðslur sérstaks húsnæðisstuðnings til einstaklinga.
Frá því að reglur Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning tóku gildi þá hefur Húsnæðis- og mannvirkjanefnd hækkað sínar greiðslur. Í ljósi þess þykir velferðarnefnd nauðsynlegt að hækka hámarks - og lágmarksviðmið sem tiltekin eru í 5. gr. reglnanna. Þannig verði stuðningur veittur þeim sem mest þurfa á að halda. Þannig verði húsnæðsbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur aldrei hærri en samtals kr. 90.000.- og að húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geti aldrei farið yfir 75% af húsnæðiskostnaði. Ekki sé greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsnæðiskostnaður að frádregnum húsnæðisbótum sé kr. 55.000.- eða lægri.
3.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010
Lagður fram til kynningar undirritaður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, dagsettur 30. desember 2022. Jafnframt lögð fram til kynningar skipunarbréf fulltrúa í umdæmisráðinu.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynningu sviðsstjóra á umdæmisráði barnaverndar og hver sé staða mála.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?