Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1257. fundur 02. október 2023 kl. 08:10 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Lagðar fram gjaldskrár allra nefnda Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. september 2023, um samantekt breytinga.

Önnur gögn fastanefnda jafnframt lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Margrét og Hafdís yfirgáfu fund kl. 8:48.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091

Lagður fram til samþykktar viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2023 vegna framlengingar verkefnisstjórastöðu á Flateyri, en ríkið samþykkti eins árs framlengingu fyrr á árinu, og greiðir hluta launakostnaðar.

Aukinn kostnaður vegna framlengingar verkefnis Verkefnastjóra á Flateyri, en ríkið greiðir hluta launakostnaðar. Launakostnaðrur eykst um 7,3 m.kr., annar kostnaður um 708 þ.kr og styrkir hækka um 3 m.kr. Framlag Ísafjarðarbæjar eykst því um 5 m.kr.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 5.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 74.500.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 5.000.000- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 233.500.000
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 11 við fjárhagsáætlun 2023 vegna framlengingar verkefnastjórastöðu á Flateyri, en áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 5.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 74.500.000. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 5.000.000- og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 233.500.000

3.Hauganes 3 - Boð um forkaupsrétt - 2023090106

Á 616. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 28. september 2023, var lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Bjarna Ólafssyni, f.h. dánarbús Huldu Jónsdóttur, þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á kaupum á fasteigninni við Hauganes 3 Ísafirði. Nefndin tók jákvætt í erindið og lagði til við bæjarráð að gangast við boðnum forkaupsrétti, að undangenginni könnun á söluverði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna verðhugmyndir eignarinnar og samræmist þær umræðum á fundinum að leggja málið fyrir bæjarráð að nýju.
Edda María yfirgáfu fund kl. 9.00.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Lögð fram til kynningar fundargerð vinnufundar fulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar, en fundur var haldinn í Holti 28. september 2023.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9.15.

5.Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2023 - 2023060040

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2026, var lagður fram tölvupóstur Hildar Elísabetar Pétursdóttur og Þuríðar Katrínar Vilmundardóttur f.h. Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dagsettur 7. júní 2023, þar sem óskað er eftir að gera styrktarsamning við Ísafjarðarbæ vegna hátíðarinnar.

Bæjarráð tók jákvætt í að gera þriggja ára samning við Hlaupahátíðina, og fól bæjarstjóra að eiga samtal við forsvarsmenn hátíðarinnar vegna þess. Styrkur sveitarfélagsins hefur verið á ýmsu formi síðust ár, og samþykkir bæjarráð að veita fjárstyrk að fjárhæð kr. 100.000 árið 2023, auk uppsetningar fánaborga og fána, í samræmi við framkvæmd síðustu ára.

Er nú lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við Riddara Rósu vegna hlaupahátíðar Vestfjarða áranna 2024-2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrktarsamning við Riddara Rósu vegna Hlaupahátíðar Vestfjarða til áranna 2024-2026.

6.Barnamenningarhátíð - styrkur vegna Púkans - 2023090128

Lögð fram til samþykktar beiðni Skúla Gautasonar, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 20. september 2023, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 170.000 vegna barnamenningarhátíðar Púkans.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 28. september 2023, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 170.000 til Vestfjarðastofu vegna barnamenningarhátíðar Púkans, í samræmi við minnisblað bæjarritara.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vestfjarðastofu um undirbúning menningarverkefna af þessari stærðargráðu í framtíðinni.



7.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - og stofnframlag - 2020090040

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 28. september 2023, vegna lokagreiðslu stofnframlaga til Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - stefnumótandi áætlun sv.félaga - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Halldóru Viðarsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 29. september 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál. Umsagnarfrestur er til 13. október.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn athugasemdum vegna þingsályktunartillögunnar í samráði við það sem rætt var á fundinum.

9.Innviðir fyrir orkuskipti í samgöngum á landi - 2023090124

Lagt fram bréf Stefáns Guðmundssonar, f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dags. 26. september 2023 vegna uppbyggingar innviða vegna orkuskipta.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir í aðalskipulags- og deiliskipulagsvinnu að full orkuskipti eigi sér stað, s.s. á flugvöllum, höfnun og svæðum fyrir hópbifreiða- og flutningabíla.

Bæjarráð leggur þó áherslu á að á Vestfjörðum er ekki næg orka til fullra orkuskipta, enda vantar 35 megawött af raforku á svæðið mv. árið 2030, ef horft er til nýútkominnar skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.

10.Lækkun framlaga til atvinnuþróunar á fjárlögum 2024 - 2023090129

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 27. september 2023, með bókun stjórnar Vestfjarðastofu vegna fjárlaga 2024. Bókunin er eftirfarandi:

„Stjórn Vestfjarðastofu lýsir áhyggjum af umtalsverðri lækkun framlaga til Sóknaráætlunar, atvinnuráðgjafar og markaðsstofa (áfangastofur landshluta), samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2024. Aukin framlög sem samþykkt voru í fjárlögum 2023 ganga að óbreyttu til baka auk þess sem ekki er mætt þróun launa og verðlags síðustu ára.“
Bæjarráð tekur undir bókun Vestfjarðastofu.

11.Hverfisráð 2023 - 2023090082

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, frá fundi sem haldinn var 18. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 458 - 2309025F

Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 28. september 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 12.4 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Fræðslunefnd - 458 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár fyrir árið 2024 sem heyra undir nefndina og felur starfsmönnum að útbúa minnisblað þar sem breytingar a gjaldskrá eru tíundaðar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 245 - 2309028F

Fundargerð 245. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. september 2023.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 616 - 2309021F

Lögð fram til kynningar fundagerð 616. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. september 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 14.1 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 616 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

    Minnisblað byggingafulltrúa lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 616 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu deiliskipulags fyrir Selakirkjuból I í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 616 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu enda breyting óveruleg.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137 - 2309024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 137. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 29. september 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 15.1 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137 Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar: Lagt til við bæjarstjórn að hækka gjaldskrá um 8%, í samræmi við þróun launavísitölu.

    Gjaldskrá dýrahalds: Lagt til við bæjarstjórn að gjaldskrá dýrahalds verði óbreytt.

    Gjaldskrá Skrúðs: Lagt til við bæjarstjórn að aðgangseyrir Skrúðs árið 2024 verði 300 kr.

    Tjaldsvæðið á Þingeyri: Lagt til að gjaldskrá hækki um 6%, í samræmi við vísitölu neysluverðs.

    Sorphirða: Lagt til að hækka gjaldskrá um 15% vegna hækkunar á vísitölu og vegna uppfærðar magnskrár verksamnings.

    Vatnsveita: Lagt til við bæjarstjórn að breyta álagningarforsendum vatnsveitu og miða við fast gjald á fasteign annars vegar og krónugjald á fermetra fasteignar hins vegar. Með því verður horfið frá að innheimta miðað við fasteignamat hverrar fasteignar. Lagt er til að fast gjald á íbúðarhúsnæði verði 1.500 kr. og fermetragjald verði 18,3. kr. Lagt er til að fast gjald atvinnuhúsnæði verði 20.447 kr. og fermetragjald verði 128,3 kr. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrár hækki um 6%.

    Fráveita: Lagt til við bæjarstjórn að breyta álagningarforsendum fráveitu og miða við fast gjald á fasteign annars vegar og krónugjald á fermetra fasteignar hins vegar. Með því verður horfið frá að innheimta miðað við fasteignamat hverrar fasteignar. Lagt er til að fast gjald á fasteign verði 8.000 kr. og fermetragjald verði 185 kr. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrár hækki um 6%.

16.Velferðarnefnd - 473 - 2309022F

Fundargerð 473. fundar velferðarnefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. september 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 16.1 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Velferðarnefnd - 473 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gjaldskrá heimaþjónustu, matarþjónustu, og útseld vinna hækki um 8% sem og tekjuviðmið fasteignagjalda en allir aðrir gjaldliðir gjaldskrár hækki um 6% í samræmi við vísitölu.
  • Velferðarnefnd - 473 Velferðarnefnd styður tillögur velferðsviðs um forgangsröðun verkefna í framkvæmdaáætlun og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að flýta framkvæmdum við baðaðstöðu á Hlíf og loftræstikerfi í kjallara á Hlíf 2 og endurnýjun þjónustusvæðis í kjallara.
  • Velferðarnefnd - 473 Velferðarnefnd leggur til að breyting verði gerð á 5.gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning með 8% hækkun á tekjumörkum í samræmi við hækkun á launavísitölu.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?