Kosningar

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ verður haldinn þann 14. maí 2022. 

Kjörfundur hefst kl. 09:00 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 22:00 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20:00 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á eftirtöldum stöðum:

1.-3. kjördeild í Menntaskólanum á Ísafirði

4. kjördeild í Grunnskólanum á Suðureyri

5. kjördeild í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri

6. kjördeild í Grunnskólanum á Þingeyri

Talning atkvæða fer fram í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fundarsal á fjórðu hæð, eftir að kjörstöðum er lokað kl. 22:00.

Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 Ísafirði. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Menntaskólanum á Ísafirði. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 450-4407.

Unnið hefur verið að uppfærslu www.kosning.is þar sem tekið hefur verið tekið tillit til nýrra kosningalaga og nýsamþykktra breytinga á þeim. Á vefnum verður m.a. að finna leiðbeiningar fyrir kjósendur, framboð og kjörstjórnir ásamt því að þar má finna svör við ýmsum algengum spurningum.

Listi yfir frambjóðendur

B-listi Framsóknarflokks

Kristján Þór Kristjánsson, kt. 210277-4479, Miðtúni 29, Ísafirði, hótelstjóri
Elísabet Samúelsdóttir, kt. 251079-3239, Brautarholti 11, Ísafirði, mannauðsstjóri
Sædís Ólöf Þórsdóttir, kt. 070591-3329, Aðalgötu 8, Suðureyri, framkvæmdastjóri
Bernharður Guðmundsson, kt. 020384-2719, Hafnarstræti 14, Flateyri, stöðvarstjóri
Þráinn Ágúst Arnaldsson, kt. 300101-2910, Seljalandi 16, Ísafirði, þjónustufulltrúi
Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, kt. 301192-3129, Mosvöllum, Önundarfirði, hjúkrunarfræðingur og bóndi
Gauti Geirsson, kt. 290493-3239, Noregi, framkvæmdastjóri
Elísabet Margrét Jónasdóttir, kt. 221178-5219, Bæ Staðardal, Súgandafirði, skrifstofu- og fjármálastjóri
Birkir Kristjánsson, kt. 280362-5819, Brekkugötu 40, Þingeyri, skipstjóri

Anton Helgi Guðjónsson, kt. 171293-3599, Seljalandsvegi 40, Ísafirði, framkvæmdastjóri
Bríet Vagna Birgisdóttir, kt. 080903-3160, Vallargötu 10, Þingeyri, formaður NMÍ
Halldór Karl Valsson, kt. 030382-4049, Engjavegi 7, Ísafirði, forstöðumaður
Brynjar Proppé Hjaltason, kt. 080399-2869, Hrunastíg 2, Þingeyri, vélstjóri
Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, kt. 031191-3199, Unnarstíg 8, Flateyri, framkvæmdastjóri
Jóhann Bæring Gunnarsson, kt. 300773-4199, Góuholti 3, Ísafirði, framkvæmdastjóri
Gísli Jón Kristjánsson, kt. 180762-4779, Fagraholti 3, Ísafirði, útgerðarmaður
Guðrún Steinþórsdóttir, kt. 220564-4289, Brekku, Dýrafirði, bóndi
Guðríður Sigurðardóttir, kt. 220251-4549, Stórholti 7, Ísafirði, kennari

Í-listi Í-listans

Gylfi Ólafsson, kt. 020583-4879, Tangagötu 17, Ísafirði, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Nanný Arna Guðmundsdóttir, kt. 100870-3639, Fífutungu 5, Ísafirði, framkvæmdastjóri
Magnús Einar Magnússon, kt. 100889-2939, Ólafstúni 3, Flateyri, innkaupastjóri
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, kt. 180274-3919, Hjarðardal-Ytri 2, Önundarfirði, sviðsstjóri, bóndi og frumkvöðull
Arna Lára Jónsdóttir, kt. 300576-5759, Túngötu 15, Ísafirði, svæðisstjóri
Þorbjörn Halldór Jóhannesson, kt. 240856-2559, Fremrihúsum Arnardal, Skutulsfirði, fyrrum bæjarverkstjóri og bóndi
Finney Rakel Árnadóttir, kt. 240183-3589, Tangagötu 6, Ísafirði, þjóð- og safnafræðingur
Guðmundur Ólafsson, kt. 290988-2419, Brekkugötu 48, Þingeyri, sjávarútvegsfræðingur
Kristín Björk Jóhannsdóttir, kt. 200859-5379, Vallargötu 8, Þingeyri, kennari

Valur Richter, kt. 020663-3329, Aðalstræti 9, Ísafirði, húsasmíða- og pípulagnameistari
Jónína Eyja Þórðardóttir, kt. 150568-5799, Þórustöðum, Önundarfirði, umsjónarmaður verslunar
Einar Geir Jónasson, kt. 151202-2840, Engjavegi 28, Ísafirði, starfsmaður á leikskóla
Þórir Guðmundsson, kt. 250388-1339, Góuholti 13, Ísafirði, rannsóknarlögreglumaður
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, kt. 250485-3449, Tangagötu 24, Ísafirði, verkefnastjóri
Wojciech Wielgosz, kt. 240881-2259, Pólgötu 5, Ísafirði, framkvæmdastjóri
Inga María Guðmundsdóttir, kt. 310569-3809, Eyrargötu 8, Ísafirði, athafnakona
Halldóra Björk Norðdahl, kt. 030973-3569, Aðalstræti 12, Ísafirði, kaupmaður
Guðmundur Magnús Kristjánsson, kt. 190256-8129, Fjarðarstræti 55, Ísafirði, hafnarstjóri

P-listi Pírata

Pétur Óli Þorvaldsson, kt. 100594-2859, Stað, Súgandafirði, bóksali
Herbert Snorrason, kt. 181085-2909, Aðalstræti 33, Ísafirði, sagnfræðingur
Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kt. 070688-3369, Skólavegi 3, Hnífsdal, húsmóðir
Sindri Már Sigrúnarson, kt. 230984-3369, Dalbraut 1A, Hnífsdal, þúsundþjalasmiður
Margrét Birgisdóttir, kt. 291092-2849, Mánagötu 9, Ísafirði, starfsmaður í búsetuþjónustu
Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, kt. 080397-2839, Drafnargötu 4, Flateyri, matráður
Elías Andri Karlsson, kt. 120294-3269, Mánagötu 9, Ísafirði, sjómaður
Hjalti Þór Þorvaldsson, kt. 191198-2559, Stað, Súgandafirði, vélstjóri
Sunna Einarsdóttir, kt. 210488-3249, Hlíðarvegi 25, Ísafirði, grafískur hönnuður

D-listi Sjálfstæðisflokks

Jóhann Birkir Helgason, kt. 160671-5489, Bakkavegi 4, Hnífsdal, útibússtjóri
Steinunn Guðný Einarsdóttir, kt. 010183-4809, Ólafstúni 9, Flateyri, gæðastjóri
Aðalsteinn Egill Traustason, kt. 240386-2599, Eyrargötu 6, Suðureyri, framkvæmdastjóri
Dagný Finnbjörnsdóttir, kt. 171288-3209, Bakkavegi 13, Hnífsdal, framkvæmdastjóri
Eyþór Bjarnason, kt. 050187-3309, Hlíðarvegi 38, Ísafirði, verslunarstjóri og knattspyrnuþjálfari
Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, kt. 160601-2560, Túngötu 10, Ísafirði, leikskólastarfsmaður
Þóra Marý Arnórsdóttir, kt. 190889-3279, Góuholti 10, Ísafirði, deildarstjóri
Steinþór Bjarni Kristjánsson, kt. 100166-3569, Hjarðardal-Ytri 2, Önundarfirði, bóndi og skrifstofumaður
Magðalena Jónasdóttir, kt. 040198-2029, Túngötu 18, Ísafirði, innheimtufulltrúi

Erla Sighvatsdóttir, kt. 101291-3919, Höfða, Þingeyri, listdanskennari og ferðamálafræðingur
Högni Gunnar Pétursson, kt. 210689-2309, Ártungu 1, Ísafirði, vélvirki
Óðinn Gestsson, kt. 150659-2999, Sundstræti 36, Ísafirði, framkvæmdastjóri
Gísli Elís Úlfarsson, kt. 040369-4819, Seljalandsvegi 24, Ísafirði, kaupmaður
Katrín Þorkelsdóttir, kt. 280590-3209, Hlíðarvegi 12, Ísafirði, verkefnastjóri
Borgný Gunnarsdóttir, kt. 080653-5579, Aðalstræti 57, Þingeyri, grunnskólakennari
Gautur Ívar Halldórsson, kt. 180583-5649, Túngötu 1, Ísafirði, framkvæmdastjóri
Jens Kristmannsson, kt. 140241-2299, Engjavegi 31, Ísafirði, eldri borgari
Ragnheiður Hákonardóttir, kt. 180354-3369, Urðarvegi 33, Ísafirði, eldri borgari

Yfirkjörstjórn

Yfirkjörstjórn skal kosin á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar til fjögurra ára í senn. Yfirkjörstjórnir skulu jafnan vera reiðubúnar til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf. 

Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar:

Díana Jóhannsdóttir, formaður. diana@vestfirdir.is s. 869 1213

Jóhanna Oddsdóttir. granigardur@hotmail.com s. 848 0915

Kristín Þóra Henrysdóttir. kristinhenrysd@gmail.com s. 823 2078.

Tímalína

Tímalína fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

6. apríl: Kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum. Á kjörskrá hvers sveitarfélags við sveitarstjórnarkosningar skal taka þá sem uppfylla skilyrði 4. gr. og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 38 dögum fyrir kjördag samkvæmt 29. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 18/2022 (breytt 16. mars 2022, var 33 dögum fyrir kjördag).

6. apríl: Viðmiðunardagur kjörskrár skal vera kl. 12 á hádegi 38 dögum fyrir kjördag. 2. mgr. 27. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 18/2022 (breytt 16. mars 2022, var 33 dögum fyrir kjördag).

8. apríl: Umsókn námsmanna um að neyta kosningarréttar. Skilyrði kosningarréttar við kosningar til sveitarstjórnar er að hafa skráð lögheimili í Ísafjarðarbæ. Hafi námsmaður og heimilismenn hans, flutt lögheimili sitt til Norðurlanda telst hann þó ekki hafa glatað kosningarrétti sínum leggi fram umsókn umsókn senda Þjóðskrá Íslands 36 dögum fyrir kjördag um að neyta kosningarréttar síns, samkvæmt 4. gr.

8. apríl: Framboðsfrestur og móttaka framboða. Þegar kosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt eigi síðar en kl. 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Tilkynningin getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Við sveitarstjórnarkosningar tekur yfirkjörstjórn sveitarfélags á móti framboðum sbr. 2. mgr. 36. gr. kosningalaga 

11. apríl: Eigi síðar en kl. 16 boðar yfirkjörstjórn umboðsmenn á sinn fund og greinir frá meðferð á einstökum listum.

14. apríl: Auglýsing framboðslista. Þegar niðurstaða liggur fyrir um gildi framboðslista við alþingiskosningar skal landskjörstjórn auglýsa þá í Stjórnartíðindum, á vef og í fjölmiðlum eigi síðar en 30 dögum fyrir kjördag. Yfirkjörstjórn sveitarfélags auglýsir framboðslista innan sama frests fyrir sveitarstjórnarkosningar. Að fengnum tillögum landskjörstjórnar skal ráðherra setja frekari ákvæði í reglugerð um efni auglýsinga, birtingarhátt o.fl. Má í reglugerð kveða m.a. á um birtingu lögheimilis og kennitölu frambjóðenda. 47. gr.

15. apríl: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst eigi síðar en 15. apríl. Kosningu utan kjörfundar skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að framboðslistar hafa verið auglýstir, sbr. 47. gr., þó eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag. Kosning utan kjörfundar skal a.m.k. standa fram til kl. 17 á kjördag en erlendis skal þó ljúka kosningunni daginn fyrir kjördag. Atkvæðið telst greitt þann dag sem fylgibréfið er dagsett. 68. gr.

23. apríl: Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, fangelsum o.s.frv.

23. apríl: Þjóðskrá Íslands getur gefið út leiðbeiningar um afhendingu kjörskrár til sveitarfélaga og rafrænan aðgang þeirra að kjörskrá. Kjörskrár skulu aðgengilegar almenningi til skoðunar á skrifstofum sveitarstjórna eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag. 30. gr.

12. maí: Eigi síðar en kl. 12 á hádegi skal beiðni um heimakosningu berast kjörstjóra.

14. maí: Kjördagur. Kosningu utan kjörfundar inanlands lýkur kl. 17.

29. maí: Ný sveitarstjórn tekur til starfa. Nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum 15 dögum eftir kjördag og jafnskjótt lætur fráfarandi sveitarstjórn af störfum. 133. gr.

Hæfi kjörstjórnarmanna

Nú þurfa kjörstjórnarmenn að gæta að hæfi sínu í meira mæli en áður var. Samkvæmt fyrri lögum miðaðist hæfið við að frambjóðandi við kosningar var ekki kjörgengur í kjörstjórn. En nú eru gerðar strangari kröfur þannig að kjörstjórnarmanni er ekki heimilt að taka sæti í kjörstjórn sé hann skyldur eða tengdur frambjóðanda eftir því sem hér segir í 18. gr. kosningalaga nr. 112/2021:

Kjörstjórnarmaður, sbr. 15. gr., skal víkja úr kjörstjórn ef einstaklingur er í kjöri sem er eða hefur verið maki hans, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar.

Með öðrum orðum þýðir þetta að kjörstjórnarmaður er vanhæfur ef hann er tengdur frambjóðanda með eftirfarandi hætti:

  1. Er eða hefur verið maki frambjóðanda.
  2. Er eða hefur verið í skráðri sambúð með frambjóðanda.
  3. Er skyldur í beinan legg: Afi, amma, mamma, pabbi, barn eða barnabarn er frambjóðandi.
  4. Er skyldur í öðrum lið til hliðar: Systkini, frændsystkini, föður- eða móðursystkini er frambjóðandi.
  5. Mægður frambjóðanda í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar. Með mægðun er hér átt við tengsl sem stofnast gegnum hjúskap. Veldur það þá vanhæfni ef maki þinn er skyldur frambjóðanda sem segir í 3 og 4 lið.
  6. Skyldleiki samkvæmt 3. 4. og 5 lið gilda einnig um ættleiðingar.

Gagnálykta má frá 18. gr. kosningalaga að fjarlægari vensl við einstakling í kjöri en þau sem talin eru hér upp valdi ekki vanhæfni. Hér gilda því ekki eins víðtækar reglur og eiga við um hæfnisreglur stjórnsýslulaga. Geta kjörstjórnarmenn því til dæmis verið skráðir í stjórnmálaflokk, sjálfir hafa verið í framboði í fyrri kosningum eða verið skyldir frambjóðanda í þriðja lið. Ef vafi leikur á um hæfi er kjörstjórnarmönnum bent á að hafa samband við yfirkjörstjórn.