Flóttafólk

Flóttafólk sem kemur til Íslands kann að hafa þörf fyrir margskonar stuðning og upplýsingar, svo sem um atvinnu- og húsnæðisleit, fjármál, skólagöngu barna, réttindi og skyldur. Ísafjarðarbær veitir flóttafólki með lögheimili í sveitarfélaginu og í Súðavíkurhreppi fjölbreytta þjónustu.

Ef þú hefur spurningar um eitthvað sem snertir búsetu á Íslandi eða ef þig vantar aðstoð við dvalarleyfi, atvinnuleyfi, skráningu, húsaleigubætur, félagslegt húsnæði, leikskóla og fleira, getur velferðarsvið Ísafjarðarbæjar aðstoðað þig.

Velferðarsvið sinnir einnig félagsþjónustu fyrir Súðavíkurhrepp.

Velferðarsvið er með skrifstofur í Hafnarstræti 1 á Ísafirði. Þar er opið mánudaga til föstudaga frá 10-15.

Vinsamlegast hringið í síma 450 8000 eða sendið tölvupóst á postur@isafjordur.is til að panta tíma. Einnig er hægt að panta tíma í gegnum tímapöntunarvefinn.

Nánari upplýsingar um þjónustu eru á ensku hér:

Information for refugees