Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal

Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal heyrir beint undir bæjarstjóra. Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs starfar með starfshópnum.

Markmið verkefnisins er að skipuleggja útivistarsvæði í Ísafjarðarbæ. Fyrst er horft til Tungu- og Seljalandsdals, ásamt tengingum við útivistarsvæði í Holtahverfi og Seljalandsmúla. Afurð verkefnisins yrði grunnur að nútímalegu skipulagi af firðinum þar sem fram kæmi framtíðarnotkun svæðanna með heilsársnotkun í huga fyrir íbúa og gesti, sem síðan yrði að deiliskipulagi og hluti af endurskoðun aðalskipulags Skutulsfjarðar. Meðfylgjandi yrðu greinargóðar lýsingar á verkefnum, kostnaðarmat og verkáætlun. Þannig væri hægt að fara í einstök verkefni og klára þau eftir því sem staða bæjarsjóðs leyfir.

Nefndin starfar þar til hlutverki hennar er lokið.

Nefndarmenn:

   

     Elísabet Samúelsdóttir

B

aðalmaður

     Nanný Arna Guðmundsdóttir

Í

aðalmaður

Starfsmenn starfshópsins eru Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðis, og Stefanía Helga Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Fundargerðir starfshóps.